Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Auglýsing um styrki 2018

Astma- og ofnæmisfélag Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Styrktarsjóði félagsins sem veitt verður úr í samræmi við tilgang sjóðsins sem er að:

  • * stuðla að aukinni þekkingu á astma- og ofnæmissjúkdómum.
  • * styrkja lækna og aðra sem leita sér fagþekkingar á ofangreindum sjúkdómum og kunnáttu í meðferð þeirra.

Í umsókn þarf að koma fram upplýsingar um umsækjandann, í hverju verkefnið felst, kostnaðaráætlun, dagsetningu loka verkefnisins og stutt greinargerð um gildi verkefnisins fyrir astma- og ofnæmissjúka á Íslandi.

Umsóknir skulu berast á rafrænu formi fyrir miðnætti þann 28. maí nk. á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með fyrirsögninni „Styrkumsókn AO 2018

Styrkurinn verður afhentur á aðalfundi félagsins 5. júní n.k.

Nánari upplýsingar veitir Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands í síma 898-8798 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

F.h. Styrktarsjóðs Astma- og ofnæmisfélags Íslands

Fríða Rún Þórðardóttir, formaður

Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands 2018

hallo 1

Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 5. Júní kl. 17:15, í húsakynnum SÍBS Síðumúla 6, 2. Hæð. 

Dagskrá: 

Venjulega aðalfundarstörf. 

Félagsmenn hjartanlega velkomnir

 

            Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands

Tilraunaverkefni að leyfa gæludýr í strætó frá 1. mars 2018

Ágætu félagsmenn AO

hundiur i taska

Um nokkurt skeið hefur Stjórn Strætó unnið að því að fá það samþykkt að farið verði í tilraunaverkefni þar sem farþegum Strætó, sem það kjósa, er leyft að hafa gæludýr með sér í Strætó utan háannatíma. Um áramótin var það staðfest að Umhverfis- og auðlindaráðuneytið gefur grænt ljós á verkefnið og mun það hefjast núna 1. mars og standa yfir í eitt ár.

AO hefur tekið þátt í verkefninu sem einn af svokölluðum hagsmunaaðilum og mun gera það áfram en stjórn AO, hluti félagsmanna og ÖBÍ, auk bílstjóra hjá Strætó, voru mótfallin því að verkefnið færi af stað. Fulltrúar frá AO hafa auk þess tjáð sig um málið á opinberum vettvangi sem og á heimasíðu AO og í fréttablaði félagsins.

Það er staðreynd að verkefnið mun fara af stað og hefur Strætó sett saman reglur og viðmið sem sjá má hér fyrir neðan. Reglum þessum og viðmiðum mun einnig vera haldið á lofti á heimasíðu Strætó, sjá hér og hér og víða til að mynda á límmiðum í vögnunum og á biðstöðvum.

Lesa meira...

Námskeið í Menntaskólanum í Kópavogi 27. og 28 febrúar.

MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI  Á ÖRUGGAN HÁTT?

food allergyAstma- og ofnæmisfélag Íslands (AO) í samvinnu við Iðuna heldur sitt vinsæla „námskeið um eldun ofnæmisfæðis“ dagana 27. og 28. Febrúar í Menntaskólanum í Kópavogi.

Bóklegi hlutinn verður haldinn þriðjudaginn 27. febrúar kl. 13:30 til 16:00 og verklegi hlutinn 28. febrúar kl. 13:30 til 16.00.

Námskeiðsgjald er 15.000 kr og er innifalið hráefnisgjald og hressing innifalin.

Lesa meira...

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO