Tilkynningar
Hvatningarverðlaununum ÖBÍReykjavík 7. Júní 2018 Ágæti viðtakandi Bréf þetta er sent á formenn og framkvæmdastjóra aðildarfélaga ÖBÍ og annarra félaga og félagasamtaka sem málið varðar en tilefnið er að minna á Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2018 sem afhent verða á Alþjóðadegi fatlaðra 3. desember n.k. sjá á eftirfarandi slóð. http://www.un.org/en/events/disabilitiesday/.
Óskað er eftir tilnefningum frá ykkur í eftirfarandi flokka fyrir 15 september 2018.
Aðalfundur frestaðÁgætu félagar Af óviðráðanlegum orsökum verður aðalfundi Astma- og ofnæmisfélags Íslands frestað um óákveðinn tíma. Fundartími auglýstur síðar. Stjórn AO
Allt í kerfið
Við vekjum athygli á málþingi ÖBÍ: Allt í kerfi? Sem haldið verður á Grand hóteli, þriðjudaginn 29. maí, kl 13-15. Þetta fjallar um reynsluna af nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu. Það verða spaðar á málþinginu. Emil Thoroddsen, Svandís Svavarsdóttr, Henný Hinz og Steingrímur Ari. Við fáum reynslu notanda af nýja kerfinu og umræður. Þetta verður eitthvað! Við ættum öll að mæta og hvetja sem flest til hins sama.
Skráning er á vef ÖBÍ: https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/allt-i-kerfi
Verum sýnileg - tökum pláss - 1. maí 2018
Við hjá Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ ætlum að vera sýnileg í kröfugöngunni 1. maí n.k. Þar ætlum við að taka pláss og leggja þunga áherslu á kröfur okkar með fjöldanum. Mætum öll. Tökum makann, börnin, ættingja og vini með okkur. Við erum í harðri baráttu fyrir betri kjörum. Sýnum það í verki! Við hjá ÖBÍ ætlum að safnast saman hjá Hlemmi - þar sem nú er mathöllin – klukkan eitt. Þar afhendum við kröfuspjöldum og regnslám og peppum okkur saman áður en gangan heldur af stað kl. 13:30. Útifundur verður á Ingólfstorgi kl. 14:10, en ÖBÍ verður með viðburð á Lækjartorgi þegar gangan fer þar hjá. Þar má enginn láta sig vanta. Við ætlum að sýna hvernig spilað er með fólk!
Hressing, kakó, kaffi og kleinur í boði.
1. maí 2018Ágæti félagi AO er hluti af ÖBÍ og félagið tekur virkan þátt í starfsemi og viðburðum ÖBÍ. Þann 1. maí leggur ÖBÍ sérstaka áherslu á að sem allra flestir ÖBÍ félagar verði sýnilegir í 1. maí kröfugöngunn. Kjaramálin hljóta að vera áherslumál okkar allra og í dag er helsta baráttumál ÖBÍ að skerðingarnar verði afnumdar og um það verður kröfuganga ÖBÍ í ár. Athugið að afnám skerðinga varða á leiðinni til aukinna kjarabóta
ÖBÍ vill leggja áherslu á ímynd og ásýnd örorkulífeyrisþega sem almennra þátttakenda í samfélaginu og því er óskað eftir því að hvert félag safni 5-10 manns í gönguna. Því fleiri því betra. Félagsmenn, jafnt sem fjölskylda og vinir. Allir velkomnir.
Stóra málið er að ná góðum hópi saman, að við verðum vel sýnileg og að okkar rödd heyrist hátt og vel. Hvert og eitt félag þarf því að láta hendur standa fram úr ermum við að hvetja fólk til að vera ófeimið og mæta í gönguna.
Skráning er á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. en þangað má senda upplýsingar um nafn, síma, netfang svo hægt verði að minna fólk á og hvetja til að mæta þegar nær dregur. Farið verður nánar yfir dagskránna þegar nær dregur
Við stöndum í erfiðri kjarabaráttu rétt eins og launafólk almennt. 1. maí er okkar dagur eins og annarra, gleymum því ekki. Verum stolt og verum sýnileg 1. maí. Tökum pláss í samfélaginu! |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO