Tilkynningar
Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands 29. apríl 2015Staður: Síbs, Síðumúla 6 Mætt: Fríða Rún Þórðardóttir, Björn Ólafur Hallgrímsson, Sólveig Hildur Björnsdóttir, Þórunn María Bjarkadóttir, Hólmfríður Ólafsdóttir, Dagný Lárusdóttir, Jóhanna Garðarsdóttir, Selma Árnadóttir og Guðrún Júlíusdóttir. Viðurkenningar Formaður veitti Monique van Oosten, sjúkraþjálfari, styrk að upphæð kr. 100.000 úr Styrktarsjóði AO vegna “Effect of changes in resting ventilation on asthma control”(Áhrif hvíldaröndunar á einkenni og stjórn astmasjúkdómsins). Anna Kristín Þórhallsdóttir, sérnámslæknir í heimilislækningum, hlaut einnig styrk að upphæð kr. 100.000. vegna „Evrópukönnuninarinnar Lungu og Heilsa III: Ofnæmi á Íslandi“ en var forfölluð. Dagskrá aðalfundar 1. Formaður setur fundinn. Formaður bauð gesti aðalfundar AO 2015 velkomna. Því næst var gengið til dagskrár. 2. Kjör fundarstjóra og skipun fundarritara. Formaður lagði til að Björn Ólafur Hallgrímsson yrði fundarstjóri og samþykkti fundurinn það einróma. Sólveig Hildur Björnsdóttir var kjörin fundarritari. Fundarstjóri þakkaði traustið og gekk til dagskrár. Hann úrskurðaði aðalfundinn löglegan þar sem löglega hafi verið til hans boðað. 3. Fundargerð Fundargerð síðasta aðalfundar, frá 30. apríl 2014, lesin upp og samþykkt einhljóða. 4. Skýrsla stjórnar Frestað til framhaldsaðalfundar. 5. Skýrsla gjaldkera Gjaldkeri fór yfir rekstrarreikning, efnahagsreikning, skuldir og eigið fé félagsins árið 2014. Vakin var athygli á að styrkir til félagsins hefðu verið töluvert hærri en árið 2013. Þá væri um tveggja milljóna króna viðsnúning milli ára. Svo virðist sem aðkoma félagsins sjálfs að útgáfu fréttablaðs AO hafi gefið vel af sér og umsnúningur hafi orðið á rekstri þess. Nú væri hagnaður af fréttablaðinu í stað þess að áður þurfti félagið að greiða með því. Fundarmenn lýstu ánægju sinni með skýrslu gjaldkera og var hún samþykkt einhljóða, þó með þeim fyrirvara að reikningar væru óendurskoðaðir. Reikningar verða aftur lagðir fyrir aðalfund þegar þeir hafa verið endurskoðaðir. 6. Skýrslur nefnda og sjóða Engar frekari skýrslur voru fluttar. 7. Umræður um skýrslur. Ársreikningar bornir upp. Sjá ofar umræðu um ársreikninga. Engar umræður voru um skýrslur félagsins. 8. Ákvörðun félagsgjalda sbr. 6. gr. Formaður lagði fram tillögu um að félagsgjaldi yrði haldið óbreyttu að svo stöddu. Fundarmenn samþykkti það samhljóða. Stjórn ræði fyrirkomulag innheimtu. 9. Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögur til lagabreytinga. Fundarstjóri lagði fyrir fundinn tillögu stjórnar að lagabreytingu. Fundarstjóri kynnti og skýrði forsendur tillögu að lagabreytingu. Félögin sem eigi aðild að SÍBS hafi verið ósátt við að þeir rýru styrkir sem koma frá ÖBÍ komi í gegnum SÍBS sem á eitt aðild að ÖBÍ. SÍBS fær afskaplega litla styrki út á samanlagðan fjölda félagsmanna í aðildarfélögunum, þar sem regluverk ÖBÍ um úthlutun styrkja er þrepaskipt á þann veg, að félög með fáa félagsmenn fá hlutfallslega stærstu styrkveitingarnar, en fjölmenn félög hlutfallslega minnst. Nokkur aðildarfélög SÍBS hefðu því ákveðið að sækja um sjálfstæða aðild að ÖBÍ. Aðalfundur ÖBÍ hafi hins vegar hafnað slíkum umsóknum með þeim rökum, að í lögum þessara félaga kæmi ekki nógu skýrt fram að þau væru sjálfstæð. Í kjölfarið hafi stjórn AO ákveðið að hnykkja á því í lögum AO að félagið væri algerlega sjálfstætt gagnvart SÍBS. Fundurinn lýsti sig samþykkan lagabreytingunnni. Fundarstjóri vísaði síðan tillögunni til meðferðar framhaldsaðalfundar á þeim forsendum að lágmarksmætingu á aðalfund AO 2015, 15 manns, væri ekki náð. Því þurfi að kalla saman framhalds aðalfund. 10. Formannskjör Fundarstjóri stakk upp á sitjandi formanni, Fríðu Rún, sem áframhaldandi formann AO. Fundurinn tók undir og samþykkti tillöguna samhljóða með þökkum og lófaklappi. 11. Kjör tveggja meðstjórnenda. Sólveig Hildur Björnsdóttir og Jóhanna Garðarsdóttir kosnar áfram í stjórn AO. 12. Kjör þriggja varamanna Þórunn María Bjarkadóttir bauð sig fram til stjórnar í sæti varamanns. Formaður greindi frá því að María Ingibjörg, sitjandi varamaður, hafi ekki sóst eftir áframhaldandi setu varamanns í stjórn. Aðalfundur leit því svo á að þar með gæfi hún ekki kost á sér áfram. Þórunn María, Björn Ólafur og Dagný voru réttkjörin til starfa í stjórn AO sem varamenn. 13. Kjör tveggja skoðunarmanna og eins til vara. Fundarstjóri greindi frá því að Stefanía Sigurðardóttir og Hanna Regína væru núverandi skoðunarmenn, Ari Axelsson til vara. Þeir voru síðan samhljóða endurkjörnir. 14. Stjórnarkjör Styrktarsjóðs. Fundarstjóri greindi frá því að samkvæmt lögum AO væri formaður AO sjálfkjörinn í formannssæti Styrktarsjóðs. Stjórnina skipuðu nú Fríða Rún formaður, Dagný gjaldkeri, Hanna ritari, María og Telma Grímsdóttir meðstjórnandi. Varamenn væru Björn, Björn Árdal og Tonie. Stjórnin var endurkjörin samhljóða. 15 og 16. Aðrar kosningar og önnur mál. Fundarstjóri kynnti framlagða tillögu stjórnar um að aðalfundur veitti stjórninni heimild til að stofna að athuguðu máli nýjan styrktarsjóð og að leggja til hans stofnfé allt að 30. milljónum króna, enda yrði í skipulagsskrá unnt að tryggja að AO sjálft gæti fengið styrki frá sjóðnum til ýmissra verkefna og reksturs. Í meðförum fundarins var skipan fyrstu stjórnar nýja sjóðsins breytt á þann veg, að stjórn AO skipaði menn í fyrstu stjórn í stað þess að aðalfundur gerði það. Tillagan þannig breytt var síðan rædd og borin undir atkvæði. Var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Guðrún Júlíusdóttir lýsti því yfir að hún væri tilbúin til að sitja í fyrstu stjórn hins nýja Styrktarsjóðs. Fundarstjóri lagði til að fundurinn tæki ákvörðun um hvenær framhaldsaðalfundur AO yrði haldinn. Aðalfundur ákvað framhaldsaðalfundur AO færi fram þriðjudaginn 12. maí 2015, kl. 17.15 á sama stað. Björn Ólafur þakkaði fyrri stjórn góð störf og óskaði nýrri stjórn velfarnaðar í störfum sínum. Fundarstjóra var þakkað fyrir skelegga fundarstjórn. Formaður þakkaði fyrir traustið sem henni væri sýnt með kjöri til formanns. Hann hvatti stjórnarmenn áfram til góðra verka og til að vera duglegt að láta vita ef það væri af einhverjum ástæðum upptekið og gæti ekki sinnt störfum fyrir AO tímabundið, svo aðrir væru meðvitaðir um það og mál færu ekki í biðstöðu. Fundi slitið 18.30. Fundargerð ritaði Sólveig Hildur Björnsdóttir, 29. apríl 2015. |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO