Tilkynningar
Latexofnæmi - nýtt heilbrigðisvandamálVífilsstaðirLatexofnæmi - nýtt heilbrigðisvandamálDavíð GíslasonUnnur Steina BjörnsdóttirLatexofnæmi - nýtt heilbrigðisvandamálInngangurStundum skjóta ný vandamál upp kollinum í læknisfræðinni án þess að orsakir liggi í augum uppi. Eitt slíkt er ofnæmi fyrir latex. Latexofnæmi var fyrst lýst 1927 (1), en vakti þá enga athygli, líklega vegna þess að þekking á ofnæmissjúkdómum var þá afar takmörkuð. Það var fyrst eftir að skrifað var um latexofnæmið í annað sinn 1979 að læknar fóru að gefa því verulegan gaum (2). Hvað er latex?Latex er grunnefnið í gúmmíi. Það kemur úr safa trésins Hevea brasiliensis[1] . Safanum er safnað með því að rista raufar í börk trésins, sem safinn seytlar eftir niður í safnker. Um leið og safanum er safnað er bætt í hann ammoníaki til að hindra kekkjun og sýklagróður. Aðal efnin í latex eru kolvetnasambönd. Við framleiðslu á gúmmíi er latex blandað brennisteini og myndar hann bindinga milli kolefnisjóna. Þessi blanda ákvarðar eiginleika gúmmís svo sem teygjanleika og þol. Við framleiðsluna eru notaðir efnahvatar. Einnig eru notuð efni sem hindra oxun og önnur sem draga úr tærandi áhrifum ozons. Litarefnum er oft bætt í gummíið á lokastigum framleiðslunnar og það síðan mótað í hinar ýmsu framleiðsluvörur (3). Gúmmí var þekkt í samfélögum indíána í Ameríku þegar Evrópu-búar komu þangað. Gúmmítréð er upprunnið í Suður-Ameríku, en það var flutt m. a. til Suðaustur-Asíu á seinni hluta nítjándu aldar þar sem mesta ræktunin er í dag. Svíinn Halstead varð fyrstur til að búa til gúmmíhanska 1889 (4). LatexofnæmiFljótlega kom í ljós að gúmmíhanskar gátu orsakað húðskaða (5). Annars vegar voru ertandi áhrif á húðina við notkun hanska og hins vegar exem vegna snertiofnæmis. Snertiofnæmið myndast fyrir efnum sem eru notuð við gúmmíframleiðsluna en ekki fyrir latexinu sjálfu. Þetta eru efnin í flokkunum thiurams, thiazoles, phenylenediamine o.fl., sem m. a. eru notuð sem efnahvatar, rotvarnarefni og litarefni. Ofnæmi fyrir þessum efnum er kannað með plástraprófum (epicutan prófum). Um 1% af latex eru proteinsambönd sem geta vakið mótefna-svörun af IgE gerð og bráð ofnæmisviðbrögð. Um er að ræða all marga ofnæmisvaka með mólekúlþunga á bilinu 5-100 kd (6). Telja sumir að þýðingarmesti ofnæmisvaldurinn sé proteinsamband 14,6 kd., sem hefur þýðingu fyrir teygjanleika gúmmís (rubber elongation factor) (6). Þetta er þó ekki fullkannað. Nokkrar fæðutegundir í jurtaríkinu bera í sér ofnæmivaka sem valda krosssvörun við latex. Neysla þessara fæðutegunda veldur ofnæmi hjá u. þ. b. helmingi þeirra sem hafa latexofnæmi. Að jafnaði eru þau einkenni vægari en af latex. Þær fæðutegundir sem oftast gefa þessi einkenni eru bananar, avocado og kastaníuhnetur. Bráðaofnæmi fyrir latex er mun alvarlegri sjúkdómur en snertiofnæmið og getur verið lífshættulegt. Á þeim árum sem liðin eru síðan latexofnæminu var lýst öðru sinni, virðist tíðni þess hafa aukist hratt. Fyrir því kunna að vera nokkrar orsakir. Notkun gúmmís hefur farið ört vaxandi, sérstaklega meðal heilbrigðisstétta. Þær eru hvattar til að nota gúmmíhanska af ótta við lifrarbólgur og eyðni. Sem dæmi um það má nefna, að í Bandaríkjunum voru voru notaðir 1,4 billjón hanskar 1986 en 8 billjón hanskar árið 1993 (7). Af sömu ástæðu hefur verið lögð aukin áhersla á notkun smokksins við kynmök . Vegna aukinnar eftirspurnar eftir gúmmíi er hugsanlegt að breyting hafi orðið á framleiðsluferli þess. Það gæti þýtt að meira væri af ofnæmisvökum í framleiðsluvörum úr gúmmíi en áður (8). Aukin þekking og betri rannsóknaraðferðir hafa leitt til auðveldari greiningar á latexofnæminu, og það getur virst sem vaxandi tíðni. Ákveðnum hópum hættir fremur til að fá latexofnæmi en öðrum. Það á við um sjúklinga, sem á ungum aldri þurfa oft að gangast undir aðgerðir; börn með klofin hrygg (spina bifida) eða galla á þvagfærum. Í rannsóknum á börnum með klofinn hrygg höfðu 28-67% latexofnæmi (9). Það á einnig við um heilbrigðisstarfsmenn; einkum þá sem vinna á skurðstofum. Orsakir þess eru öðru fremur mikil notkun latexhanska. Í sumum rannsóknum hafa allt að 10% skurðstofufólks latexofnæmi (9). Í þriðja hópnum eru þeir sem vinna í framleiðslu á vörum úr latex. Líkurnar á að fá latexofnæmi eru mestar ef fólk er í áhættu-hópum og auk þess með bráðaofnæmi af öðrum toga; sérstaklega sé það með barnaeksem. Um helmingur þeirra sem hafa jákvæð latexpróf eru með einkenni um latexofnæmi. Algengustu einkenni latexofnæmis eru kláði, roði og bjúgur í húð við beina snertingu við gúmmí. Bráð ofnæmiseinkenni frá nefi og augum eru líka algeng. Sjaldgæfari en þeim mun alvarlegri eru einkenni frá meltingarvegi, leggöngum, sem og astmi, ofsakláði, ofsabjúgur og ofnæmislost. Oft eru gúmmíhanskar húðaðir innan með kornsterkju sem dreifist út í loftið þegar þeir eru hristir. Kornsterkjan dregur í sig ofnæmisvaka úr latex. Einkenni geta því komið upp án beinnar snertingar við hanskana. Latexofnæmi er alvarlegra en flest annað ofnæmi vegna mikillar notkunar á gúmmíi í tæknivæddri heilbrigðisþjónustunni. Á árunum 1988 til 1992 var tilkynnt um meira en 1000 tilfelli af alvarlegum ofnæmisviðbrögðum af latex til Food and Drug Administration (FDA) í Bandaríkjunum. Af þeim voru 15 banvæn (10). Líkurnar á hættulegum ofnæmisviðbrögðum eru mestar við aðgerðir vegna snertingar latex við slímhúðir í kviðarholi, brjóstholi, munni, kynfærum, endaþarmi og þvagfærum. Latexofnæmi á ÍslandiAf 32 einstaklingum, sem hafa greinst með latexofnæmi á Vífilsstöðum þegar þetta ernritað og upplýsingar eru handbærar um, voru 84% konur. Meðalaldur þessa fólk var 30 ár og 72% voru greindir með annað bráðaofnæmi. Langalgengustu einkennin voru frá húð, snertikláði, ofsakláði og ofsabjúgur. Þar næst komu einkenni frá öndunarfærum, en 6% höfðu sögu um bráðalost. Ekki var prófað kerfisbundið fyrir grænmeti og ávöxtum hjá þessu fólki en krosssvörun virðist langalgengust við kiwi og banana. Algengusta ástæða þess að prófað var fyrir latex voru einkenni af latexhönskum og saga um margar skurðaðgerðir. Hvernig er latexofnæmi greint?Oft er auðvelt að tengja latexofnæmi við einkennin, t. d. þegar gúmmíhanskar valda snertiútbrotum (snertiurticaria). Tengsl annarra einkenna við latex geta oft verið torfundin. Ef grunur er um latexofnæmi er húðpróf fyrir latex fyrsta skrefið. Ef prófið er neikvætt þrátt fyrir sterkan grun má gera þolpróf með þeim hlut sem talinn er valda einkennunum. Einnig er hægt að mæla IgE mótefni fyrir latex í blóði. Slík próf hafa þó ekki verið talin eins næm og húðprófin (9). Húðprófin, og sérstaklega þolprófin, geta verið varasöm. Því ættu þeir einir að gera prófin sem hafa reynslu á þessu sviði. Hvernig má draga úr hættu af latexofnæmi?Í eftirfarandi ráðleggingum er stuðst við álit starfshóps á vegum amerísku ofnæmislæknasamtakanna (The American Academy of Allergy Asthma and Immunology (AAAAI)) (11): I. Að finna þá sem eru í áhættuhópum. Heimildir:1. Stern JE. Uberempfindligkeit gegen Kautschuk als Ursache von Urticaria and Quinckeschem Odem. Klin Wochenschr 1927; 6:1479. Latexofnæmi á íslandiLatexofnæmi: Aldur, kyn og ofnæmissaga
Latexofnæmi: Aldur við greiningu
LatexofnæmiEinkenni: % Einkenni af latexhönskumEðli einkenna: Tímasetning: Einkenni: Áhættuhópar
Áhættuþættir
Ráðleggingar AAAI (1992)
[1] Orðið latex er hér notað yfir hráefni í gúmmí, sem unnið er úr safa gúmmí-trésins Hevea brasiliensis. Orðið latex er stundum notað yfir gúmmí í fullunnum gúmmívörum og einnig vantsblandanlega acrylmálningu sem er alveg án gúmmíefna. |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO