Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Hvaða hlutir geta innihaldað latex?

Hér er listi sem er ekki tæmandi. Munið að lesa á vörur hvort þær innihaldi latex.

Persónulegir hlutir:

 • Gúmmíhanskar (ath. til eru hanskar án latex)
 • Föt sem teygjast (með elastíni) t.d. sokkar
 • Teygjur í fötum (ath. sérstakleg sundfötin því teygjan blotnar)
 • Hárteygjur
 • Skósólar og skór
 • Stígvél
 • Regnföt
 • Plástur
 • Þvagleggir
 • Smokkar
 • Hettan
 • Teygja í bréfbleyum (barnableyum)
 • Snuð
 • Túttur
 • Gúmmíleikföng fyrir börn
 • Sundhettur
 • Sundgleraugu
 • Hitapokar
 • o.fl.

Umhverfið:

 • Gúmmítré
 • Afmælisblöðrur
 • Hjólbarðar
 • Dekk t.d. hjóladekk, reiðhjól, bíldekk
 • Rafmagnsnúrur
 • Leikföng úr gúmmí t.d. brennóbolti
 • Rúmdýnur

Á spítalanum:

 • sprautur og nálar sem notaðar eru fyrir einstakling með latexofnæmi eiga að vera latexfríar
 • Ath. Allar umbúðir t.d. plástur. (ekki nota Cobanbindi, Micropore og Moleskin)
 • Starfsfólk mega nota vinylhanska
 • Við blóðprufu ath. að nota stasaslöngu sem er latexfrí
 • Ath. nota blóðþrýstingsmælir án latex
 • Einstaklingur sem þarf að fara í aðgerð á helst að vera fyrstur í aðgerð.
 • Sjúkraskyrslur og rúm einstaklingsins á að vera merkt LATEXOFNÆMI.
 • Matarkort á að vera merkt LATEXofnæmi (má ekki borða avokado, banana, kastaníur, kiwi m.fl.)

Latexvörur án nattúrulegs latex:

 • Flestar málningarvörur sem sagðar eru innihalda latex valda ekki ofnæmisviðbrögðum þar sem þær eru ekki unnar úr náttúrulegu latex.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO