Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Latexofnæmi á Íslandi

Af 32 einstaklingum, sem hafa greinst með latexofnæmi á Vífilsstöðum þegar þetta er ritað og upplýsingar eru handbærar um, voru 84% konur. Meðalaldur þessa fólk var 30 ár og 72% voru greindir með annað bráðaofnæmi.

Langalgengustu einkennin voru frá húð, snertikláði, ofsakláði og ofsabjúgur. Þar næst komu einkenni frá öndunarfærum, en 6% höfðu sögu um bráðalost. Ekki var prófað kerfisbundið fyrir grænmeti og ávöxtum hjá þessu fólki en krosssvörun virðist langalgengust við kiwi og banana.

Algengusta ástæða þess að prófað var fyrir latex voru einkenni af latexhönskum og saga um margar skurðaðgerðir.

Latexofnæmi: Aldur, kyn og ofnæmissaga

______________________________________

Aldur: Meðalaldur 30 ár
Aldursbil  5 - 55 ár
Kyn: Menn 16 %
Konur 84 %
Með annað ofnæmi:  72 %

______________________________________

Latexofnæmi: Aldur við greiningu

______________________________

Aldur %


0 -  9 9,4
10 - 19 9,4
20 - 29 31,3
30 - 39 25,0
40 - 49 18,8
50 - 59 6,3

_____________________________

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO