Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Hvað er latex?

Latex er mjólkurlitaður vökvi sem unninn er úr gúmmítrjám. Latex er notað til að gera hluti teygjanlegri, sterkari og endingarbetri.

Latex er grunnefnið í gúmmíi. Það kemur úr safa trésins Hevea brasiliensis (1). Safanum er safnað með því að rista raufar í börk trésins, sem safinn seytlar eftir niður í safnker. Um leið og safanum er safnað er bætt í hann ammoníaki til að hindra kekkjun og sýklagróður.

Aðal efnin í latex eru kolvetnasambönd. Við framleiðslu á gúmmíi er latex blandað brennisteini og myndar hann bindinga milli kolefnisjóna. Þessi blanda ákvarðar eiginleika gúmmís svo sem teygjanleika og þol. Við framleiðsluna eru notaðir efnahvatar. Einnig eru notuð efni sem hindra oxun og önnur sem draga úr tærandi áhrifum ozons. Litarefnum er oft bætt í gummíið á lokastigum framleiðslunnar   og það síðan mótað í hinar ýmsu framleiðsluvörur.

Gúmmí var þekkt í samfélögum indíána í Ameríku þegar Evrópu-búar komu þangað. Gúmmítréð er upprunnið í Suður-Ameríku, en það var flutt m. a. til Suðaustur-Asíu á seinni hluta nítjándu aldar þar sem mesta ræktunin er í dag. Svíinn Halstead varð fyrstur til að búa til gúmmíhanska 1889.


(1) Orðið latex er hér notað yfir hráefni í gúmmí, sem unnið er úr safa gúmmí-trésins Hevea brasiliensis. Orðið latex er stundum notað yfir gúmmí í fullunnum gúmmívörum og einnig vantsblandanlega acrylmálningu sem er alveg án gúmmíefna.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO