Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Matarlisti II. Mjólkur og eggjaofnæmi/óþol

Munið að lesa vel á allar vörur sem keyptar eru líka þær sem eru á þessum lista. 

Athugið: Matvælafyrirtæki geta breytt innihaldi vörunnar.

Ungbarnamatur:

  • Brjóstamjólk, þurrmjólk sem heitir Nutramigen eða sojaþurrmjólk.
  • Korngrautar (ris, hirse, havre, bygg og fl) frá Aurion, fást í Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup.
  • Gerber ungbarnagrautar. Lesa vel á allan annan pakkamat.
  • Krukkumat þarf að lesa vel á sumt er í lagi t.d epli, perur, ferskjur og fl. en sumt ávaxtabland inniheldur mjólk.
  • Gott er að sjóða og mauka sjálf ávexti, grænmeti, kartöflur, kjöt, kjúkling, fisk (eftir aldri barnsins) og bæta smá olíu út í. Gott er að frysta í litlum skömmtum.
  • Þegar farið er að nota venjulegan hafragraut er gott að breyta til og setja smá kanil út í og eplamauk, stundum rúsínur.

Matur:

  • Grænmeti, allt t.d. gulrætur, blómkál, brokkál og fl.(soðið).
  • Ávextir og ávaxtasafar allir.
  • Sojamjólk til drykkjar og í alla matargerð og bakstur.
  • Sojajógúrt.
  • Grjónagrautur úr sojamjólk, gott að nota vanillusojamjólk til helminga.
  • Kartöflumús úr pakka (frá Náttúra og fl. lesa vel).
  • Fiskur, allar tegundir.
  • Kjúklingur.
  • Kjöt, allar feskar kjöttegundir, hamborgari, gott að búa til hakkbollur.
  • Káess kjötvinnsla s:5870522-framleiðir kjötfars, bjúgu og fl. úr sojamjólkurpróteini (www.kaess.is). Verður að hringja og panta daginn áður.
  • Sviðasulta.
  • Danskar pylsur frá Pölsemesteren og Bratwurst frá SS.
  • Lambanaggar, Sænskar kjötbollur og sælkerabollur frá Naggar (Norðlenska).
  • Kjúklinganaggar og kjúklingabollur frá Móum.
  • Allt kjötálegg frá Goða(Norðlenska) er í lagi, en lesa þarf vel á allt álegg t.d er mjólkurprótein í flest öllu frá SS.
  • Kindakæfa, nestis kæfa, beikon kæfa og dönsk lifrarkæfa frá Goða.
  • Skinka lifrakæfa frá Ali.
  • Grænmetiskæfur frá Tartax (fást í Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup og allavega ein teg. í Hagkaup).
  • Kjúklingaálegg frá Holtabúinu.
  • Pasta eggjalaust t.d frá Barilla.
  • Eggjalaust majones frá GUNNARS ( ath eggjalaus kokteilsósa inniheldur mjólk ).
  • Eggjalaust remólaði frá GUNNARS
  • Nutana jurtasmjör eða Rapunzel(til bæði sólblóma og soja). Fást í Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup.
  • Smjörlíki, flest allt.
  • Olíur t.d. olívuolía og ISIO4.
  • Cherios, Honey nut Cherios, Korn flakes og Cocoa puffs.
  • Flest öll brauð í lagi. Skoða heimasíðu myllunnar.
  • Pylsubrauð og hamborgarabrauð frá myllunni.
  • Flatkökur.
  • Beyglur.
  • Rúgbrauð frá ömmubakstri. ( passa sig á öðrum teg. innih. súrmjólk).
  • Kringlur í lagi í sumum bakaríum t.d kornið en oft er notað mjólkurduft eða mysuduft t.d í bakaríum myllunnar þ.e í.Hagkaup, Nóatún og Bónus
  • Snúðar m/glassúr í bakaríi Fjarðarkaups, Korninu Hjallabrekku Kóp. Kökuhúsið.
  • Passa þarf að spyrja í bakaríum um snúða oft er notaður mjólkursykur t.d. hjá Bakarameistaranum.
  • Piparkökur(mildar og ljúffengar í kexpakka frá Frón)
  • Hafrakex frá Frón
  • Snap Jacks Fruit og Snap Jacks Country.
  • Hrökkbrauð og bruður.
  • Carr´s Table Water (vatnskex).
  • Tom & Jerry kex frá Göteborgs.
  • Piparkökur frá Góð kaup (Fæst í Hagkaup og Bónus).
  • Nesquik kakómalt.

Bakstur:

  • Góður bæklingur með eggjalausum uppskriftum er til og hægt er að nota sojamjólk eða Rice mjólk í staðinn fyrir mjólkina sem er í uppskriftunum. 
  • Suðusúkkulaði.

Nammi:

  • Konsum suðusúkkulaði.
  • Rúsínur með konsum suðusúkkulaði frá Nóa-Síríus.
  • Hlaup/gúmmí.
  • Lakkrís m/marsipan frá appollo.
  • Snakk(flest allt nema ostasnakk).
  • Saltstangir (ath. mjólk í saltkringlum frá Lorenz).
  • Örbylgjupopp (passa sig á popp secret, það inniheldur léttmjólk).
  • Rúsínur og döðlur.
  • Frostpinnar án súkkulaðis t.d. frá kjörís (Leiftur, Stjörnu, Ananas).
  • Frá Emmess (Ananas).
  • Tímon og Púmba frostpinni frá Nestlé
  • SunLolly klakar.
  • Soja ís (súkkulaði, jarðaberja, vanillu).
  • Íssósa (súkkulaði og fl. lesa vel.) frá Emmess og Kjörís.

Annað:

Í lagi:

McDonald´s hamborgari án osts og franskar er í lagi. Franskarnar eru steiktar sér í olíu þannig að ekkert smit á sér stað.
Þeir sem þurfa að passa upp á smit geta hringt á undan sér á McDonald´s og látið vita þannig að einn starfsmaður sjái um pöntunina með viðeigandi ráðstöfun, ostur er ekki settur á hamborgara á pönnunni heldur þegar maturinn er kominn í öskjuna.
Kjúklinganaggar, Kjúklingaborgarar, Kjúklingar og fiskborgarar innihalda mjólk og/eða egg. Barnabox er frábær lausn í barnaafmæli. Hægt er að hringja í Sigríði s:5517444 á skrifstofutíma ef vantar einhverjar upplýsingar um innihald, einnig er heimasíða md.is.

Athugið:

Það er mjólk í kjötfarsi og flestum unnum kjötvörum, en hægt að panta frá Káess í s:5870522.

Allur pakkamatur inniheldur einhver mjólkurduft t.d pakkasósur, best að gera sósur sjálfur úr teningum og þykkja með hveitijafning.

Kentucky Fried chicken notar mjólkurduft í blönduna sem fer utan á kjúklingana.

Munið að lesa vel á allar vörur sem keyptar eru líka þær sem eru á þessum lista. 

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO