Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Nokkur atriði varðandi mataræði

Mikill fjöldi innlendra og erlendra bóka er til um mataræði fyrir fólk með fæðuóþol, bækur um mjólkurofnæmi o.s.frv.

Fjölmargir breyta mataræði sínu eða barna sinna af því þeir trúa því að eitthvað í fæðunni valdi þeim óþoli. Best er að ráðfæra sig alltaf við lækni áður en farið er út í slíkar breytingar á mataræði. Ráðfærðu þig við lækni og fáðu hann til að framkvæma allar þær rannsóknir sem útilokað geta aðrar orsakir einkenna.

Mikilvægast er að breyta ekki mataræði ungra barna án samráðs við lækni. Börn þurfa á fjölbreyttri fæðu að halda svo þau fái öll nauðsynleg efni úr fæðunni.

Mundu, að allir fá einhvern tímann einkenni frá meltingarvegi, magaverki eða niðurgang og sjaldnast er fæðuofnæmi eða óþoli um að kenna. Læknirinn getur vísað þér á næringarráðgjafa eða aðra sérfræðinga ef þú biður hann og hann sér ástæðu til.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO