Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Orsakir fæðuóþols og fæðuofnæmis

Þau efni í fæðu sem einkum valda ofnæmi eru prótein eða eggjahvítuefni. Þessi efni geta valdið því að líkaminn myndar mótefni og kallar neysla þeirra þá fram ofnæmisviðbrögð í líkamanum.

Helstu fæðutegundir sem geta valdið ofnæmismyndun eru: 

  • egg 
  • mjólk 
  • fiskur 
  • soja 
  • sítrusávextir 
  • rúgmjöl og hveiti 
  • baunir og jarðhnetur

Auk fyrrgreindra efna geta eftirtalin efni valdið fæðuóþoli: 

  • bætiefni ýmiskonar 
  • rotvarnarefni 
  • litarefni 
  • nikkel 

Sumir telja að öll svokölluð E-efni séu bætiefni eða rotvarnarefni, en ekki má setja þau öll undir sama hatt hvað varðar fæðuóþol.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO