Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Hver eru einkennin?

Helstu einkenni fæðuofnæmis eða fæðuóþols eru frá meltingarvegi, s.s. uppköst eða niðurgangur. Þetta á einkum við um yngri börn. Kláði og útbrot í munni og koki gerir stöku sinnum vart við sig. Ýmsir telja að barnaexem versni við neyslu vissra fæðutegunda. Hiti og hitaútbrot t.d. í andliti eru oft rakin til ofnæmis fyrir skeldýrum. Astmalík einkenni og einkenni sem koma fram í nefi og augum, lík frjóofnæmi, geta komið fyrir, einkum hjá börnum og tengjast stundum óþoli eða ofnæmi fyrir einstökum fæðutegundum. Sumar rannsóknir hafa einnig sýnt samband milli mígrenis og fæðuofnæmis eða óþols.

Hvað er til ráða?

Því miður er ekki til nein lyfjameðferð við fæðuofnæmi. Eina ráðið sem dugar er að forðast algjörlega þær fæðutegundir sem sannanlega valda ofnæmi. Þó verður örugg greining á fæðuofnæmi að liggja fyrir áður en fólk útilokar einstakar fæðutegundir úr mataræði sínu.

Hafir þú fengið hastarleg og jafnvel lífshættuleg ofnæmisviðbrögð vegna fæðuofnæmis getur læknir ráðlagt þér að hafa ávallt með þér adrenalín-sprautu, sem notuð er í bráðatilfellum. Slíkt er þó afar sjaldgæft og einungis gert skv læknisráði.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO