Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Ryk og innréttingar

Hafi astmasjúklingur ofnæmi er mikilvægt að haga innréttingu híbýla í samræmi við það. Hafi viðkomandi ofnæmi fyrir hundum eða köttum ber augljóslega að hindra að slík dýr komi inn í híbýli sjúklingsins. Oft getur reynst erfitt að losa sig við heimilisdýr og fjölskyldan verður að finna lausn sem allir sætta sig við.

Auk þess að fjarlægja þá hluti eða dýr sem þú hefur klárlega ofnæmi fyrir, er einnig nauðsynlegt að reyna að draga úr öðrum meðverkandi þáttum í umhverfinu. Þetta gildir einkum um ryk sem getur verið ertandi og espað upp einkenni.

Reynið að draga úr ryki í híbýlum með því að: 

  • forðast loðin yfirborð s.s. teppi, bólstruð húsgögn, þungar gardínur o.s.frv. 
  • innrétta íbúðina þannig að auðvelt sé að ræsta hana 
  • velja slétt yfirborð á veggi, húsgögn og innréttingar 
  • koma húsgögnum þannig fyrir að auðvelt sé að ræsta kringum þau og bak við þau 
  • velja gluggatjöld sem auðveldlega má þvo t.d. úr bómullarefni 
  • forðast föst teppi, velja parket, dúka, flísar eða laus teppi sem þola þvott. 

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO