Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Astmi, ofnæmi og vinnustaðir

Það eru einkum þrír þættir sem valda astmaveikum vandræðum á vinnustöðum þeirra. Slæm loftræsting eða loftmengun, efni sem unnið er með og reykingar annarra starfsmanna.

Miklu skiptir að reyna að tryggja hreint loft og skilning vinnufélaga á viðkvæmni þess astmaveika fyrir allri loftmengun. Reykingar eru ein algengasta tegund loftmengunar á vinnustöðum en með nýlegum reglum um reykingar á almannafæri og leiðbeiningum um hvernig reykingum skuli háttað á vinnustöðum ætti að vera auðvelt fyrir astmaveika að ná rétti sínum um hreint og ómengað andrúmsloft á vinnustað.

Mestu máli skiptir að sýna hreinskilni hvað sjúkdóm þinn varðar. Ekki leyna sjúkdómsástandi fyrir vinnufélögum eða vinnuveitanda og ekki fara í felur með það ef þú þarft að nota astmalyf á vinnutíma. Gerðu samstarfsfólki grein fyrir hvað í umhverfinu hefur áhrif á líðan þína og kenndu því hvernig bregðast skuli við einkennum.

Ef þú ert hreinskilinn og ræðir opinskátt um ofnæmið eða astmann, sem þig hrjáir munt þú mæta betri skilningi og kannski munt þú komast að því að það er líka ýmislegt sem hrjáir aðra á vinnustaðnum.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO