03. Júl 2023
- Details
Astma- og ofnæmisfélag Íslands vill vekja athygli á því að börn á leikskólaaldri (eldri en 12 mánaða) með
bráðaofnæmi og með epipen/adrenalínpenna vegna þess, eiga rétt á forgangi í leikskólapláss í Reykjavík.
Rökin fyrir forgangi eru þau að dagforeldrar starfa oft einir og eru gjarnan með fimm mjög ung börn og
því óæskilegt ef þeir lenda í aðstæðum þar sem sinna þarf barni með epipen gjöf og mögulega sjúkrabíl í
framhaldi.
Á vef Reykjavíkurborgar er eyðublað sem foreldrar þurfa að fylla út og auk þess þarf að afla og senda inn
læknisvottorði. Nauðsynlegt að þar komi fram að viðkomandi barn sé með epipen/adrenalín penna
Eyðublaðið má finna hér að fylla út eyðublaðið "Umsókn um forgang í leikskóla".
Eyðublaðið það þarf síðan að senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.