Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
24. Apr 2023

ATH. AFLÝST! HVERNIG Á AÐ MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI Á ÖRUGGAN HÁTT ?

ATH Námskeiðið er aflýst/frestað. Nýr dagsetning verður auglýst síðar.

Astma- og ofnæmisfélag Íslands og Menntaskólinn í Kópavogi – Matvælaskólinn, halda sitt vinsæla námskeið um eldun ofnæmisfæðis dagana 9. og 16. maí í Menntaskólanum í Kópavogi.

Bóklegi hlutinn verður kenndur þriðjudaginn 9. maí kl. 16:30 til 18:30 og verklegi hlutinn 16. maí kl. 16:30 til 19:30. Stefnt verður á að halda annað eins námskeið dagana 9. – 11. ágúst einnig í Menntaskólanum í Kópavogi.

eldaNámskeiðsgjald er 12.000 kr og er hráefnisgjald og hressing innifalin. Hámarksfjöldi á námskeiðinu er 18 manns.








Markmið námskeiðsins.

Meginmarkmiðið með námskeiðinu er að bjóða upp á faglega fræðslu um fæðuofnæmi, alvarleika þess og hvernig tryggja megi góða og holla næringu. Ljóst er að næringarefni geta orðið af skornum skammti þegar fæðuofnæmi er til staðar og felst fræðslan m.a. í því að Fríða Rún fer yfir hvaða fæðutegundir geta komið í staðinn fyrir mjöl, korn, mjólk, egg, fisk, hnetur o.fl. til að fullnægja orku- og næringarlegum þörfum og skapa fjölbreytni í fæðu barna og fullorðinna. 

Það getur verið flókið að tryggja öruggt fæði og umhverfi fyrir einstakling með fæðuofnæmi en Selma fer í ýmsa gagnlega þætti sem vert er að huga að þegar unnið er með einstaklinga með fæðuofnæmi, hvernig gerum við lífið auðveldara og áhyggjuminna, þar má m.a. nefna viðbragðsáætlanir og uppskriftir sem henta svo eitthvað sé nefnt.  

Markmið verklega námskeiðisins er að fara yfir úrræði og leiðbeiningar í fæðismeðferð og matreiðslu. Einnig að auka þekkingu þátttakenda á ýmsum sérvörum fyrir ofnæmi og óþol og hvernig má nota þær í matreiðslu og bakstri.

· Kynntar verða helstu ofnæmisfæðis vörur sem hægt er að nota við bakstur og matreiðslu.

· Hvað er hægt að nota í staðinn fyrir ofnæmisvalda?

· Hvað þarf að hafa í huga við matreiðslu og bakstur á ofnæmisfæði?

· Skoðaðar verða uppskriftir og stuðst verður við bókina Kræsingar án onæmisvalda sem   

  verður til sölu á námskeiðinu (1000 kr).

· Lögð verður áhersla á helstu ofnæmisvaldana; mjólk, egg, hveiti og hnetur.

 

Markhópur

Matreiðslumenn í eldhúsum, matráðir í eldhúsum í leik- og grunnskóla, heimilisfræðikennarar,starfsmenn, kennarar og stjórnendur í skólum, foreldrar og forráðamenn barna og ungmenna með fæðuofnæmi, starfsfólk veitingastaða og hótela, fólk með fæðuofnæmi og aðrir sem áhuga hafa á málefninu.

Bóklegt 2 – 2 ½ klst með stuttu kaffihléi.

*Tryggjum næga orku og góða næringu með hollum, góðum og öruggum mat. 

    Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur Eldhúsi Landspítala, formaður AO.

* Tryggjum öryggi þeirra sem eru með fæðuofnæmi. Hvernig tölum við saman.

    Selma Árnadóttir, varaformaður AO, ofnæmisráðgjafi og móðir ofnæmisbarns.

    Stefnt er að því að streyma bóklegahlutanum ef þess er óskað.

 

Verklegt  3 klst

*Eldum góðan og næringarríkan mat fyrir alla, líka þá sem eru með fæðuofnæmi og óþolUmræður, smakk og kynning á Kræsingum og sérfæðisvörum

     Margrét S. Sigbjörnsdóttir, kennari við Menntaskólann í Kópavogi.


ennara-fæduofnæmisfædi

 

Frá vinstri: Margrét, Fríða Rún, Selma. Mynd tekin á námskeiði á Dalvík 14.11.2015

Staðsetning:
    Menntaskólinn í Kópavogi – Matvælaskólinn, gengið inn um bogagöng.

     Verklegt: Stofa V4 – kjallara

     Bóklegt:  Nánari upplýsingar síðar. 

 

Skráning:

Tekið er við skráningum hér eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

en þar þurfa að koma fram upplýsingar um :

  • fullt nafn,
  • sími
  • kennitölu og
  • hver er greiðandi að námskeiðinu.
  • Einnig hvar viðkomandi starfar eða hvort að um sé að ræða aðstandanda.

 

Allar nánari upplýsingar veitir:

Fríða Rún Þórðardóttir, formaður AO

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

898-8798

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO