Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
25. Apr 2022

Bakstur fyrir alla

236206429 10158469018477711 1664911623315900742 n
Uppskriftabókin "Bakstur fyrir alla" var M.ed lokaverkefni fyrir og er hugsuð fyrir nemendur með fæðuofnæmi.
 
Uppsetning bókarinnar er þannig að hver uppskrift kemur tvisvar sinnum og er fyrst án eggja og mjólkur og hentar því einnig vel fyrir þá sem kjósa að vera vegan. Seinni uppskriftin er einnig án glútens og tilvalin fyrir þá sem geta ekki notað egg, mjólk og/eða glúten. Allar uppskriftirnar eru einnig hnetulausar og án soja.
Uppskriftirnar eru gerðar fyrir heimilisfræðikennslu svo þær eru ítarlegar og nokkuð auðveldar og henta vel fyrir börn. Þær eru þó bæði fyrir yngri og eldri nemendur svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Tilvalið að eiga þessa bók á heimilinu ef barn er með ofnæmi en finnst gaman að baka.
Bókin er í A4 stærð og kostar 3.000 kr.

Hægt er að lesa betur um verkefnið á þessari slóð: https://skemman.is/handle/1946/39548
Með kveðju
Nína María Gústavsdóttir
Höfundur
 
236159794 10158469019247711 5917154470582009422 n 1236167243 10158469019402711 3151083012915801409 n236218409 10158469019067711 1029299271495844576 n236261847 10158469019292711 5792608723281364662 n

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO