Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
01. Mar 2018

Tilraunaverkefni að leyfa gæludýr í strætó frá 1. mars 2018

Ágætu félagsmenn AO

hundiur i taska

Um nokkurt skeið hefur Stjórn Strætó unnið að því að fá það samþykkt að farið verði í tilraunaverkefni þar sem farþegum Strætó, sem það kjósa, er leyft að hafa gæludýr með sér í Strætó utan háannatíma. Um áramótin var það staðfest að Umhverfis- og auðlindaráðuneytið gefur grænt ljós á verkefnið og mun það hefjast núna 1. mars og standa yfir í eitt ár.

AO hefur tekið þátt í verkefninu sem einn af svokölluðum hagsmunaaðilum og mun gera það áfram en stjórn AO, hluti félagsmanna og ÖBÍ, auk bílstjóra hjá Strætó, voru mótfallin því að verkefnið færi af stað. Fulltrúar frá AO hafa auk þess tjáð sig um málið á opinberum vettvangi sem og á heimasíðu AO og í fréttablaði félagsins.

Það er staðreynd að verkefnið mun fara af stað og hefur Strætó sett saman reglur og viðmið sem sjá má hér fyrir neðan. Reglum þessum og viðmiðum mun einnig vera haldið á lofti á heimasíðu Strætó, sjá hér og hér og víða til að mynda á límmiðum í vögnunum og á biðstöðvum.

Strætó-ábendingar

Á heimasíðu Strætó má einnig finna ábendingahnapp (sjá hér), velja Þjónusta og ábendingar sem hægt er að nota til að senda inn ábendingar um verkefnið og hvernig til tekst. Allar ábendingar varðandi verkefnið verða teknar saman og nýttar inn í vinnu hagsmunahópsins sem mun á einhverjum tímapunkti hittast og ræða verkefnið, framgang þess og hvernig til hefur tekist.

Einnig má senda ábendingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Við hvetjum þá félagsmenn sem þess þurfa með að kynna sér vel reglurnar og viðmiðin til að auka möguleika sína á því að nota almenningssamgöngur áfram þrátt fyrir að gæludýr séu einnig farþegar með vögnum Strætó.



Hund-erlaubt-00002

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO