Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
11. Nóv 2013

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ

kraesingar netbordi 310x400 thumb medium150 0Uppskriftabókin Kræsingar, sem Astma- og ofnæmisfélag Íslands gefur út í samvinnu við bókaútgáfun OPNU hefur hlotið góðar viðtökur enda nokkuð sem þeir sem stríða við ofnæmi og óþol hafa beðið eftir. Bókin hentar þó fleirum, eða öllum þeim vilja borða mat sem eldaður er frá grunni úr heilsusamlegu og einföldu hráefni. Falleg mynd fylgir hverri uppskrift.

Kræsingar – án ofnæmisvalda geymir yfireitt hundrað alhliða uppskriftir, bragðgóð brauð og kökur og spennandi eftirrétti sem bráðna á tungunni, einnig holla millibita, stórkostlega veislurétti og allt þar á milli. Þetta er í raun fjórar bækur í einni því hverri uppskrift fylgja þrjú afbrigði sem eiga við helstu ofnæmisvaldana; egg, mjólkurvörur, hnetur og glúten. Þá eru víða fleiri afbrigði, t.d. án soja eða skelfisks.

Þetta er þó ekki endilega bók um sérfæði heldur alhliða uppskriftir að girnilegum mat sem allir geta eldað og notið og uppskriftirnar eru upplagðar fyrir alla sem vilja nota ferskt, næringarríkt og lítið unnið hráefni.

Alice Sherwood, höfundur þessarar bókar, hafði ávalt verið áhugasöm um mat og matargerð en þegar tveggja ára sonur hennar greindist með fæðuofnæmi fannst henni sem ekkert væri lengur til sem hægt væri að elda. Hún tók málið í eigin hendur, kynnti sér mismunandi ofnæmi í þaula og bjó til fjölbreyttar og girnilegar uppskriftir sem hentuðu öllum – líka þeim sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir einstökum fæðutegundum.

Fróðlegur inngangur fylgir um fæðuofnæmi þar sem höfundur bókarinnar lýsir eigin reynslu og viðbrögðum þegar sonur hennar greindist með ofnæmi. Hún gefur góð ráð sem öll miða að því að tryggja næringarríka fæðu fyrir þá sem eru með ofnæmi, auka vellíðan þeirra og styðja við fjölskylduna og nánustu ættingja. Sameina þannig alla fjölskylduna yfir góðri máltíð, heima og heiman og leiðbeina þeim sem vilja bjóða fólki með fæðuofnæmi í mat.

Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur og næringarráðgjafi á Landspítalanum þýddi bókina að tilstuðlan Astma- og ofnæmisfélags Íslands.

Bókinni fylgir ný endurútgefinn bæklingur um Fæðuofnæmi sem er samvinnuverkefni Astma og Ofnæmisfélags Íslands og Glaxo Smith Kline en Sigurveig Sigurðardóttir sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum og Kolbrún Einarsdóttir næringarráðgjafi eru höfundar bæklingsins.

Kræsingar fást í SÍBS húsinu Síðumúla 6 og kostar þar 3.990 kr og hjá Pennanum, Iðunni og hjá Eymundssyni.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO