Tilkynningar
Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands 2019Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 9.maí kl. 17:30, í húsakynnum SÍBS Síðumúla 6, 2. Hæð. Dagskrá: Venjulega aðalfundarstörf.
Félagsmenn hjartanlega velkomnir Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands
Innköllun-ómerkt mjólk í vatnsdeigsbollumVerkjum athygli á eftirfarandi frétt:
Ungmennaþing ÖBI
Foreldrakvöld fyrir foreldra barna með ofnæmiAstma- og ofnæmisfélag Íslands heldur foreldrakvöld fyrir foreldra barna með ofnæmi þann 4. febrúar klukkan 20 í Síðumúla 6, húsi SÍBS, 2. hæð
Kvöldið er hugsað sem vettvangur fyrir foreldra til þess að hittast og spjalla við aðra foreldra í svipuðum aðstæðum.
Vonumst til að sjá sem flesta,
kveðja,
Stjórn AO
Velkomið að deila viðburðinum á Facebook: https://www.facebook.com/events/1106721739488587/
www.loftgæði.isKæru félagar í Astma- og ofnæmisfélagi Íslands, Nú þegar áramótin eru að ganga í garð, viljum við hjá Umhverfisstofnun viljum vekja athygli ykkar á því að stofnunin hefur opnað nýjan loftgæðavef fyrir almenning, www.loftgæði.is, þar sem hægt er að fylgjast með loftæðum í landinu í nær-rauntíma.
Eins og þið vitið þá er flugeldanotkun einn af fylgifiskum áramóta á Íslandi. Við sprengingar flugelda þá myndast mikið magn af svifryki sem getur haft slæm áhrif á þá sem þjást af öndunarfærasjúkdómum eða eru viðkvæmir fyrir að einhverju öðru leiti. Ekki er hægt að segja til hvernig veðuraðstæður verða um áramótin þegar þetta bréf er sent út, en veðurskilyrði hafa mikil áhrif á það magn svifryks sem safnast upp í vegna flugelda. Ef það verður mikil stilla gætu aðstæður orðið eins og um áramótin 2017-2018, þar sem að gríðarlega há gildi mældust m.a. í Dalsmára og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Ef það verður rigning og/eða rok, þá má gera ráð fyrir að mengunin verði minni.
Því viljum við hvetja ykkur til að fylgjast með loftgæðum á nýju heimasíðunni í kringum áramótin og ef einhver mælistöð er gul, appelsínugul eða rauð að lit að reyna að forðast útiveru eins og hægt er til að takmarka slæm heilsufarsáhrif vegna mengunarinnar. Senda má ábendingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða til Embætti landlæknis, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Með óskir um gleðilega hátíð, Starfsmenn Umhverfisstofnunar
|
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO