Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Styrkur 2020

Styrkur

Astma- og Ofnæmisfélag Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki í Styrktarsjóð félagsins sem veitt verður úr í samræmi við tilgang sjóðsins sem er að:

 

*   stuðla að aukinni þekkingu á astma- og ofnæmissjúkdómum.

*   styrkja lækna og aðra sem leita sér fagþekkingar á ofangreindum sjúkdómum og kunnáttu í meðferð  þeirra með framhaldsnámi eða rannsóknum á þessu sviði.


Umsóknin þarf að innihalda upplýsingar um umsækjandann, í hverju verkefnið felst, áætlaðan kostnað, tímaramma og stutta greinargerð um gildi verkefnissins fyrir Astma- og ofnæmissjúka á Íslandi.
 
Umsóknir skulu berast á rafrænu formi fyrir miðnætti þann 30. maí nk. á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með fyrirsögninni „Styrkumsókn 2020“  
 
Styrkirnir verða afhentir á aðalfundi félagsins þann 2. júní nk.

Nánari upplýsingar veitir Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma og ofnæmisfélags Íslands í síma 898-8798 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Styrktarsjóður augl. vegna 2020.pdf

COVID-19 og Astmi

COVID-19-1024x502-1COVID-19 sjúkdómurinn orsakast af SARS-COV-2 veirunni og veldur í upphafi sýkingu í hálsi, nefholi og nefkoki. Veiran getur síðan dreift sér í neðri öndunarfæri. Þar getur hún valdið bólgum og sýkingu í berkjum og lungnavef.

Sjúklingar með meðalslæman og alvarlegan astma eru skilgreindir sem áhættuhópur. Þetta eru þeir sjúklingar sem eru daglega með astmaeinkenni þrátt fyrir fulla lyfjameðferð eins og andþyngsli, mæði, hósta, ýl og surg en á ekki við þá sem eru með vægan astma.

Mikilvægt er að sjúklingar með astma noti áfram innúðastera sem þeim hafa verið ávísaðir. Nokkur umræða hefur verið um að barksterar veiki ónæmiskerfið. Þetta á ekki við um innúðastera sem einmitt geta dregið úr bólgum í berkjum. Góð astmastjórn og notkun fyrirbyggjadi innúðastera er forsenda þess að geta ráðið við COVID-19 sem og aðrar veirusýkingar.

Ef astmasjúklingur veikist með COVID-19 á hann eða hún ekki að hætta á astmalyfjunum.

Sjúklingar sem eru með alvarlegan astma og eru á líftæknilyfjum eiga að halda þeim áfram. Mikilvægt er að þessi meðferð stöðvist ekki hvort sem hún er gefin áfram á göngudeild eða í heimahúsi. Þessi lyf eru ekki ónæmisbælandi og niðurstöður rannsókna hafa sýnt að einhver þeirra gætu jafnvel styrkt ónæmiskerfið í baráttunni við veirusýkingar almennt.

Sérhæfð Astma Mótttaka (SAM) á A3 fyrir alvarlegan astma er áfram starfrækt en með breyttu sniði.

Í stað viðtala á göngudeild verður boðið uppá símtal. Gjöf líftækni lyfja við astma verður með óbreyttu sniði á göngudeildinni fyrir þá sjúklinga sem geta ekki fengið meðferðina heima hjá sér. Hægt verður að ná sambandi við hjúkrunarfræðinga og lækna eftir sem áður ef vandamál koma upp í síma 543-6040.

__________________________________________________________________________________

Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir sýkingu?

Embætti Landlæknis gaf út ítarlegar leiðbeiningar 7. mars 2020 sem gott er að lesa. https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39475/Lei%C3%B0beiningar%20fyrir%20%C3%A1h%C3%A6ttuh%C3%B3pa.pdf

Almennar ráðleggingar má lesa hér: https://www.covid.is/undirflokkar/ahaettuhopar

Það er mikilvægt að forðast sýkingu með öllum ráðum: Það gildir eins og fyrir aðra að:

  • þvo hendur oft og vel á réttan hátt
  • forðast að snerta andlitið áður en maður þvær og þurrkar sér um hendurnar
  • sótthreinsa yfirborð sem maður snertir oft
  • ekki deila með öðrum mat, gleraugum, handklæðum, áhöldum o.s.frv.
  • hósta í olnbogabótina eða í klút
  • forðast alla sem eru með einkenni um öndunarfærasýkingu
  • forðast fjölmenna staði (ferðalög, tónleika, bíó, almenningssamgöngur) og
  • halda hæfilegri fjarlægð við aðra helst 2 m
  • ...og loks ef þú ert lasinn - vertu þá heima!

Hægt er að fá vottorð hjá lækni ef fólk vill stunda nám eða vinnu að heiman.


EF ÞÚ ERT MEÐ LUNGNASJÚKDÓM:

  • Undirbúðu þig vel ef til þess kæmi að þú þyrftir að fara í sóttkví eða einangrun.
  • Ættu að því að eiga nægar birgðir af öndunarfæralyfjum og öðrum lyfjum sem þú tekur reglulega. Hugsaðu hvað þú þarft að eiga mikið fyrir næstu 4 vikur. Taktu öll lyf eins og þér er ráðlagt. Ekki hætta að taka ónæmisbælandi lyf nema í samráði við lækni. Hafðu samráð við þinn lækni hvort þú eigir sýklalyf og stera heima til að bregðast við versnunum.
  • Pantaðu mat á netinu ef þú vilt ekki fara út að versla
  • Hættu að reykja og fáðu ráð til þess og lyf ef þarf
  • Hreyfðu þig reglulega. Ef þú vilt ekki fara í þína reglulegu líkamsþjálfun skaltu nýta þér leikfimi í útvarpi eða sjónvarpi og þætti sem hægt er að nálgast á Netinu. Ef þú treystir þér til og veður leyfir ættir þú að ganga úti.
  • Ef þú færð flensulík einkenni (háan hita, hósta, öndunarerfiðleika auk vöðvaverkja), þá er mjög mikilvægt að þú hafir samband við lækni og/eða símanúmer 1700. Hafðu tilbúin símanúmer hjá þínum lækni og/eða hjúkrunarfræðingi og vertu með rafrænan aðgang að heilsuvera.is. Algengt er að lungnasjúklingar fái versnanir á sínum sjúkdómi. Hvernig er hægt að greina á milli? Versnunum á undirliggjandi lungnasjúkdómi fylgja sjaldnast hár hiti og vöðvaverkir sem gæti frekar verið COVID-19.
  • Ef þú býrð ein/einn vertu þá viss um að einhver sem þú treystir viti að þú ert með lungnasjúkdóm og geti aðstoðað þig ef þú veikist og þarft á hjálp að halda

Gangi þér vel!

Mjólk í vegan Oumph! borgara

oumph-borgariMatvælastofnun vekur athygli vegan neytenda og þeirra sem eru með ofnæmi- eða óþol fyrir mjólk á Oumph! borgara.

https://www.mast.is/is/um-mast/frettir/frettir/mjolk-i-vegan-oumph-borgara

Hann getur innihaldið snefil af mjólk sem er ekki merkt á umbúðum. 

Fyrirtækið Veganmatur ehf. hefur innkallað borgarana í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. 

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO