Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

#TakeTheActiveOption

ERS áskorun 2021

Kæri viðtakandi/lesandi

Evrópsku Lungnasamtökin (ELF) eða European Lung Foundation (ELF) munu standa fyrir átaksverkefninu  Healthy Lungs for Life sem útleggst sem Heilbrigð lungu alla ævi, #TakeTheActiveOption nú í September.  

Áskorunin felur í sér að hvetja fólk til að hreyfa sig minnst 21 mínútu á dag eða um 150 mínútur á viku til að draga athyglina að kostum þess að hreyfa sig til að vernda lungu en einnig til að safna áheitum fyrir samtökin. 


Allir geta skráð sig og tekið þátt, hægt er að taka þátt sem einstaklingur en einnig sem hluti af hópi, með fjölskyldu, vinum eða vinnufélögum.

Hreyfing hefur góð áhrif á lungnaheilsu. Alþjóða heilbrigðismálastofnunn (WHO) mælir með því að við hreyfum okkur 150 mínútur á viku, það er aðeins 21 mínúta á dag! 

ERS haus og logo

Lesa meira...

REYKJAVÍKUR MARATON ÍSLANDSBANKA 2021

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kæri AO félagi og aðrir viðtakendur og velunnarar

 
Vonum að þið hafið það sem best og séuð að njóta sumarsins við góða heilsu.

Astma- og ofnæmisfélag Íslands (AO) er á lista þeirra góðgerðarfélaga sem hlaupið er fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í laugardaginn 21. ágúst næstkomandi.

Lesa meira...

Óskað er eftir þátttakendum í rannsóknina:

Þýðing á 5-D kláðakvarða 

 

kláðiUndirrituð er að leita að þátttakendum til þess að fara yfir þýðingu á matstækinu   5-D  kláðakvarði sem notaður  er til að leggja mat á kláða. Rannsóknin er meistaraverkefni undirritaðrar við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Leiðbeinendur eru Dr. Brynja Ingadóttir og Dr. Sigríður Zoëga. 

Þátttakendur þurfa að vera orðnir 18 ára, vera með húðsjúkdóm sem framkallar kláða og hafa góðan skilning á íslensku. Hér er verið að leita eftir reynslu af kláða á daglegum grunni og hvaða áhrif hann hefur á einstaklinga. Þátttaka felst í því að lesa yfir kláðakvarðann og meta og ræða við rannsakanda hvort íslenska þýðing kvarðans er auðskilin eða hvort gera þurfi einhverjar breytingar á honum.  

 

Ef þú hefur áhuga á þátttöku þá vinsamlega kynntu þér meðfylgjandi upplýsingablað og gjörðu svo vel að hafa samband við undirritaða í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Kynningarbréf-kláðakvarði.pdf

 

Með bestu kveðju 

 

Þórunn Sighvatsdóttir 

 

Hjúkrunarfræðingur og meistaranemi 

 

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands 2021

hallo 1Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 1. júní kl. 17:15, í húsakynnum SÍBS Síðumúla 6, 2. hæð.

Dagskrá:

Venjulega aðalfundarstörf.

 

Þeir sem óska eftir að sitja fundinn í gegnum fjarfundarbúnað eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofuna á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (og senda okkur netfang) eða hringja í síma 560 4814  milli kl. 9 og 15 mánudaginn 31. maí

Allir félagsmenn hjartanlega velkomnir

Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands

Sterkari út í lífið - Námskeið

Börn og ungmenni með fæðofnæmi þurfa oft á tíðum að takast á við krefjandi aðstæður í lífinu. Þau eru í flestum tilvikum sterkir einstaklingar með mikla þrautsegju enda búin að standa frammi fyrir ýmsum áskorunum í gegnum lífið. Samt sem áður ef ekki er rétt með farið þá geta þau þróað með sér kvíða, hræðslu og jafnvel einangrun sem getur verið skaðleg andlegri heilsu þeirra og velferð. 

Til að koma til móts við þetta þá höfum við hjá Astma- og ofnæmisfélgi Íslands fengið til liðs við okkur hana Berglindi Brynjólfsdóttu sérfræðing í klínískri barnasálfræði sem starfar á Barnaspítala Hringsins og er með mikla reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum. 

Námskeiðið verður tvö skipti mánudagana 10. maí og 31. maí klukkan 17:00 – 18:30.

Námskeiðið verður haldið í húsakynnum SÍBS að Síðumúla 6, 108 Reykjavík.

Námskeiðið er ætluð börnum og ungmennum á aldrinum 10-15 ára og einn forráðamaður fylgir hverjum þátttakenda, áhugasamir sendi línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingar um nafn og kennitölu barns. Gott væri að það fylgdi með hvaða ofnæmi barnið hefur.

Umsjónaraðilar:

Berglind Brynjólfsdóttir Sálfræðingur

Selma Árnadóttir situr í stjórn AO


Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO