Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Uppskriftabókin Kræsingar sem Astma og...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Astma- og ofnæmisfélag Íslands hefur gert samning við Lyfaval um afslætti til handa félagsmönnum AO.


Samningur AO við Lyfaval um afslætti til handa félagsmönnum.

Til að njóta þessara afslátta þarf hver félagsmaður að framvísa kortinu sem þeir fá á næstunni sent í pósti.

 

Lyfjaval logo


 
 
 
 
 
Umsaminn afsláttur gildir í:
 • Lyfjavali í Mjódd,
 • Bílaapóteki Lyfjavals Hæðasmára 4 í Kópavogi, 
 • Lyfjavali Álftamýri 15 Reykjavík og í
 • Apóteki Suðurnesja Reykjanesbæ.


Lyf sem Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í að greiða (m.a. verkjalyf, sýklalyf) mun Lyfjaval bjóða félögum AO á mjög góðum kjörum. Einnig vörur í búð þar með talin lausasölulyf. Þá verða tilteknar vörur með sérlegum afslætti og eru það vörur sem valdar hafa verið af læknum og stjórn AO með hliðsjón af því að algengt er að ofnæmissjúklingar kaupi þær.  Sjá lista hér

 

Aðrar vörur sem um ræðir eru:

 • Nutramigen þurrmjólk  
 • Mildison krem  
 • Decubal clinic húðkrem  
 • Decubal lipid cream 200 ml 
 • Decubal clinic lotion 
 • Eucerin krem 75 ml  
 • Eucerin húðmjólk 400 ml án ilms 
 • Eucerin cream sápa án ilms 400 ml  
 • Apot hydrofil rakakrem 500 ml m dælu  
 • Apot hydrofil rakakrem 100 ml  
 • Nefspray  
 • Otrivin nefspray 10 ml fyrir börn og fullorðna 
 • Loritin ofnæmistöflur; 10 stk 30 stk. 100 stk. 
 • Gervitár

 

Bæklingur um fæðuofnæmi

faeduofnaemi-gsk


Fæðuofnæmi geta verið banvæn

Endurgerð hins vinsæla bæklings um Fæðuofnæmi hefur litið dagsins ljós.

Bæklingurinn er samvinnuverkefni Astma og Ofæmisfélags Íslands og Glaxo Smith Kline. Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, barnalæknir og sérfræðingur í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum á Landspítalanum og Kolbrún Einarsdóttir næringarráðgjafi á Landspítalanum eru höfundar bæklingsins en nutu aðstoðar Björns Árdals barnalæknis og sérfræðings í ofnæmis- og ónæmissjúkdóum og Fríðu Rúnar Þórðardóttur næringarráðgjafa og næringarfræðings á Landspítalanum

Bæklingnum verður dreift á heilsugæslustöðvar og í læknastofur auk þess sem allir sem kaupa matreiðslubókina Kræsingar sem Astma- og Ofnæmisfélag Íslands gefur út í samvinnu við OPNU bókaútgáfu fá bæklinginn í kaupbæti.

 

Bæklinginn má nálgast á skrifstofu Astma- og Ofnæmisfélags Íslands í Síðumúla 6 www.ao.is

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ

kraesingar netbordi 310x400 thumb medium150 0Uppskriftabókin Kræsingar, sem Astma- og ofnæmisfélag Íslands gefur út í samvinnu við bókaútgáfun OPNU hefur hlotið góðar viðtökur enda nokkuð sem þeir sem stríða við ofnæmi og óþol hafa beðið eftir. Bókin hentar þó fleirum, eða öllum þeim vilja borða mat sem eldaður er frá grunni úr heilsusamlegu og einföldu hráefni. Falleg mynd fylgir hverri uppskrift.

Kræsingar – án ofnæmisvalda geymir yfireitt hundrað alhliða uppskriftir, bragðgóð brauð og kökur og spennandi eftirrétti sem bráðna á tungunni, einnig holla millibita, stórkostlega veislurétti og allt þar á milli. Þetta er í raun fjórar bækur í einni því hverri uppskrift fylgja þrjú afbrigði sem eiga við helstu ofnæmisvaldana; egg, mjólkurvörur, hnetur og glúten. Þá eru víða fleiri afbrigði, t.d. án soja eða skelfisks.

Þetta er þó ekki endilega bók um sérfæði heldur alhliða uppskriftir að girnilegum mat sem allir geta eldað og notið og uppskriftirnar eru upplagðar fyrir alla sem vilja nota ferskt, næringarríkt og lítið unnið hráefni.

Alice Sherwood, höfundur þessarar bókar, hafði ávalt verið áhugasöm um mat og matargerð en þegar tveggja ára sonur hennar greindist með fæðuofnæmi fannst henni sem ekkert væri lengur til sem hægt væri að elda. Hún tók málið í eigin hendur, kynnti sér mismunandi ofnæmi í þaula og bjó til fjölbreyttar og girnilegar uppskriftir sem hentuðu öllum – líka þeim sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir einstökum fæðutegundum.

Fróðlegur inngangur fylgir um fæðuofnæmi þar sem höfundur bókarinnar lýsir eigin reynslu og viðbrögðum þegar sonur hennar greindist með ofnæmi. Hún gefur góð ráð sem öll miða að því að tryggja næringarríka fæðu fyrir þá sem eru með ofnæmi, auka vellíðan þeirra og styðja við fjölskylduna og nánustu ættingja. Sameina þannig alla fjölskylduna yfir góðri máltíð, heima og heiman og leiðbeina þeim sem vilja bjóða fólki með fæðuofnæmi í mat.

Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur og næringarráðgjafi á Landspítalanum þýddi bókina að tilstuðlan Astma- og ofnæmisfélags Íslands.

Bókinni fylgir ný endurútgefinn bæklingur um Fæðuofnæmi sem er samvinnuverkefni Astma og Ofnæmisfélags Íslands og Glaxo Smith Kline en Sigurveig Sigurðardóttir sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum og Kolbrún Einarsdóttir næringarráðgjafi eru höfundar bæklingsins.

Kræsingar fást í SÍBS húsinu Síðumúla 6 og kostar þar 3.990 kr og hjá Pennanum, Iðunni og hjá Eymundssyni.

Sumarlokun 2013

sumarlokun2013

Aðalfundir Astma- og ofnæmisfélagsins og Styrktar- og minningarsjóðs Samtaka Astma- og ofnæmissjúklinga 2013

Aðalfundir Astma- og ofnæmisfélagsins og Styrktar- og minningarsjóðs Samtaka Astma- og ofnæmissjúklinga 2013.

Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélagsins verður haldinn þriðjudaginn 16. apríl 2013, í SÍBS húsinu Síðumúla 6, 2.hæð Kl 17.15.

Aðalfundur Styrktar- og minningarsjóðs Samtaka Astma- og ofnæmissjúklinga verður haldinn þriðjudaginn 16. apríl 2013, í SÍBS húsinu Síðumúla 6, 2.hæð Kl 17.30.

Dagskrá fundanna: Venjulega aðalfundarstörf.

Stjórnirnar.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO