Tilkynningar
Auglýsing um Styrkumsóknir 2024Astma og Ofnæmisfélag Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki í Styrktarsjóð félagsins sem veitt verður úr í samræmi við tilgang sjóðsins sem er að: * stuðla að aukinni þekkingu á astma- og ofnæmissjúkdómum. * styrkja lækna og aðra sem leita sér fagþekkingar á ofangreindum sjúkdómum og kunnáttu í meðferð þeirra með framhaldsnámi eða rannsóknum á þessu sviði.
Vanmerktur ofnæmisvaldur í kjúklingabollumFrétt - 09.11.2023 frá www.mast.is Matvælastofnun barst ábending um ofnæmis- og óþolsvald (soja) í kjúklingabollum án þess að það kom fram í innihaldslýsingu. Barn á leikskólaaldri fékk bráðaofnæmi og var flutt á bráðamóttöku eftir að hafa borðað umræddar kjúklingabollur. Kjúklingabollurnar voru einungis seldar til eins viðskiptavinar og því var dreifing mjög takmörkuð og varan hefur verið tekin af markaði. Matvælastofnun ítrekar að matvælafyrirtæki, þ.e. framleiðendur, verslanir og veitingastaðir, sem framleiða, selja og bera fram matvæli, bera sjálf ábyrgð á því að fylgja reglum við merkingar og aðra upplýsingagjöf um matvæli sem þau framleiða og eða selja svo að neytendur geti treyst á þær séu réttar.
Sharing is caring: Exchanging knowledge on asthma careVekjum athygli á fræðslu um astma frá EFA fimmtudagur 26.okt nk kl. 11-12 (isl. tími) |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO