Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Framhaldsaðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands 12. maí 2015,

 Staður: Síðumúla 6

Mætt: Fríða Rún Þórðardóttir, Björn Ólafur Hallgrímsson, Sólveig Hildur Björnsdóttir, Dagný Lárusdóttir, Selma Árnadóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir, Súsanna Antonsdóttir, Tonie Sörensen, Thelma Grímsdóttir, Einar Þórðarson og Guðrún Júlíusdóttir.

  1. 1.Dagskrá aðalfundar
  2. 2.Formaður setur fundinn.

Formaður bauð gesti framhaldsaðalfundar AO 2015 velkomna. Því næst var gengið til dagskrár.

  1. 3.Kjör fundarstjóra og skipun fundarritara.

Formaður lagði til að Björn Ólafur Hallgrímsson yrði fundarstjóri og samþykkti fundurinn það einróma.

Sólveig Hildur Björnsdóttir var kjörin fundarritari.

Fundarstjóri þakkaði traustið og gekk til dagskrár. Hann úrskurðaði aðalfundinn löglegan þar sem löglega hafi verið til hans boðað.

  1. 4.Fundargerð aðalfundar AO frá 29. apríl samþykkt.
  2. 5.Lagabreyting tekin upp frá síðasta aðalfundi, þann 29. apríl, sem náði ekki löglegri afgreiðslu þar sem lágmarksmætingu á fundinn var ekki náð. Fundarstjóri lagði fyrir fundinn tillögu stjórnar að lagabreytingu. Forsaga málsins er skv. útlistun fundarstjóra á fyrri hluta aðalfundarins:

„Félögin sem eigi aðild að SÍBS hafi verið ósátt við að þeir rýru styrkir sem koma frá ÖBÍ komi í gegnum SÍBS sem á eitt aðild að ÖBÍ. SÍBS fær afskaplega litla styrki út á samanlagðan fjölda félagsmanna í aðildarfélögunum, þar sem regluverk ÖBÍ um úthlutun styrkja er þrepaskipt á þann veg, að félög með fáa félagsmenn fá hlutfallslega stærstu styrkveitingarnar, en fjölmenn félög hlutfallslega minnst. Nokkur aðildarfélög SÍBS hefðu því ákveðið að sækja um sjálfstæða aðild að ÖBÍ. Aðalfundur ÖBÍ hafi hins vegar hafnað slíkum umsóknum með þeim rökum, að í lögum þessara félaga kæmi ekki nógu skýrt fram að þau væru sjálfstæð. Í kjölfarið hafi stjórn AO ákveðið að hnykkja á því í lögum AO að félagið væri algerlega sjálfstætt gagnvart SÍBS.“ (Tekið orðrétt úr fundargerð aðalfundar AO frá 29. apríl 2015). Formaður skýrði þetta auk þess nánar.

Lagabreytingin var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

  1. 6.Ársreikningar. Náðust ekki undirritaðir af endurskoðanda fyrir þennan fund. Afgreiðslu reikninga var því frestað og ákveðið að taka þá fyrir á framhaldi þessa fundar þann 9. júní n.k. kl. 17.15 í Síðumúla 6. Samþykkt einhljóða. Fundinn þarf ekki að boða sérstaklega.
  2. 7.Skýrsla stjórnar. Formaður kynnti skýrslu stjórnar. Sjá meðfylgjandi skýrslu.

Umræður um skýrslu stjórnar:

  1. a.Guðlaug María Bjarnadóttir og Súsanna Antonsdóttir frá Lind tóku til máls og lýstu yfir ánægju á því að auka eigi Norrænt samstarf en þær í Lind hafa góða reynslu af slíku samstarfi.
  2. b.Rætt um hundahald í Strætó. Misjafnar skoðanir á málinu. AO vill vera þátttakandi í umræðu um málefnið af hálfu Strætó. AO vill geta varið rétt skjólstæðinga og verið ráðgefandi um astma- og ofnæmi varðandi hundahald í Strætó. Fundarmenn sammála um að ígrunda þurfi málið vel í samráði við samtök eins og AO.

Skýrsla stjórnar samþykkt einhljóða.

  1. 8. Önnur mál.

Guðrún Júlíusdóttir: Geta greiðsluseðlar verið inni í fréttablaði AO.

Súsanna Antonsdóttir: Það er hægt að hafa tvískipt kerfi, þeir sem óska eftir seðli fái seðil með pósti og aðrir í heimabanka.

Fríða Rún Þórðardóttir: Stjórn AO mun fjalla um málið á næsta stjórnarfundi.

Kl. 18:00 frestaði fundarstjóri fundinum til framhalds þann 9. júní 2015, kl. 17:15 þar sem reikningar félagsins verða afgreiddir.

Fundargerð ritaði Sólveig Hildur Björnsdóttir, þann 12.05.2015

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO