Tilkynningar
Um Astma- og ofnæmisfélag Íslands
Astma- og ofnæmisfélagið (AO) var stofnað árið 1974 til að berjast fyrir hagsmunum fólks með astma og ofnæmi. Félagið talar máli fólks með astma og ofnæmi við yfirvöld heilbrigðismála, loftgæða- og umhverfismála, kennslumála og aðra áhrifahópa í þjóðfélaginu en einnig til Evrópusambandsins í gegnum Evrópsku sjúklingasamtökin (EFA). Félagið er fjölmiðlum ráðgefandi um ofangreind málefni og tekur þátt í umræðum líðandi stundar í fjölmiðlum og smærri nefndum og hagsmunahópum.
Í byrjun nýrrar aldar var nafninu breytt í Astma- og ofnæmisfélag Íslands en félagið er nú sem fyrr deild í Samtökum íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) www.sibs.is og aðili að Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) www.obi.is. AO er aðili að norrænu samstarfi og einnig Evrópsku sjúklingasamtökunum um astma, ofnæmi og lungnasjúkdóma, European Federation of Allergy and Airways Diseases (EFA) www.efanet.org
Astma- og ofnæmisfélag Íslands leggur áherslu á fræðslu og þjónustu við félagsmenn sína. Heldur fræðslufundi og námskeið, tekur þátt í heilsutengdum viðburðum og gefur út fréttablöð og bæklinga.
Skrifstofa félagsins er að Borgartún 28a, 105 Rvk (í húsi SÍBS) og sinnir starfsmaður félagsins erindum þar einn dag í viku á mánudögum kl. 9-15. Tölvupóstur félagsins er vaktaður oftar.
Styrktarsjóður félagsins styrkir verkefni, rannsóknir og starfsþjálfun heilbrigðisstarfsfólks á sviði astma og ofnæmis og hefur gert svo um árabil.
Félagsgjald fyrir árið 2023 er kr 3.000-, (Ath. hálft gjald fyrir börn, ellilífeyrisþega og öryrkja).
Átt þú samleið með þeim sem berjast fyrir hagsmunum fólks með astma og ofnæmi? Ef svo er skráðu þig þá í félagið hér ! |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO