Tilkynningar
Góð ráð gegn frjókornaofnæmiRannsóknir benda til þess að börn fædd á frjókornatímabilum séu líklegri en önnur börn til að fá frjókornaofnæmi þegar þau vaxa úr grasi. Ef hægt er að skipuleggja fæðingartíma barna er því ágætt að reyna að stilla svo til að þau fæðist ekki snemmsumars, eða á þeim tíma árs þegar magn frjókorna í andrúmslofti er í hámarki. Hægt er að takmarka gróður í nánasta umhverfi viðkvæmra einstaklinga þó að fæstir vilji hafa malbikaðan garð. Þurrkið ekki þvott á snúru utandyra þegar mikið er af frjókornum í loftinu því að þau setjast í föt og lín. Látið ekki barnavagna standa utandyra og safna í sig frjókornum. Reynið að útiloka plöntur innandyra ef þær valda ofnæmi. Hafir þú ofnæmi fyrir grasi skalt þú reyna að fá einhvern annan til að slá blettinn. Farðu alltaf eftir ráðleggingum læknis um notkun ofnæmislyfja, hafir þú fengið slík lyf. |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO