Tilkynningar
Hvernig má greina frjókornaofnæmi?Læknar geta prófað hvort þú hefur frjókornaofnæmi. Þetta er gert með einföldu húðprófi. Litlir dropar sem innihalda ofnæmisvaldandi efni úr gróðri eru settir á húð á framhandlegg og með lítilli nál er efninu ýtt inn í húðina. Hafir þú ofnæmi fyrir efninu kemur það fram innan 10 mínútna. Húðin roðnar og bólgnar örlítið upp og þú færð kláða á stungustað. Þar með er staðfest að þú hafir ofnæmi fyrir efninu. Einnig er hægt að láta fólk anda að sér ofnæmisvaldandi efnum og mæla viðbrögð með lungnaprófi. Fólk með astma tengdan ofnæmi þolir mun lægri styrk af innönduðum ofnæmisvaldandi efnum en þeir sem heilbrigðir eru. Ofnæmiseinkenni frá augum Augneinkennin eru yfirleitt verulegur kláði, rennsli úr augum og augun verða rauðsprengd og þrútin. Þá verða augun oft viðkvæmari fyrir birtu. Hægt er að fá augndropa hjá læknum til að slá á einkenni í augum. Þá er um að ræða annaðhvort andhistamín-augndropa sem slá á einkennin eða augndropa sem virka fyrirbyggjandi og hindra að einkenni komi fram þegar frjókornatímabilið hefst. Fólk með linsur ætti að ráðfæra sig við lækni áður en það notar augndropa til lyfjameðferðar. |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO