EGGJALAUS UPPSKRIFT
Ath. Ekki fyrir fólk með mjólkuofnæmi.
5 dl. Rifnar gulrætur
1 sítróna
3 dl. Heilhveiti
1,5 dl. Púðursykur
3 tsk. lyftiduft
1 tsk. kanill
0,5 tsk. negull
1 dl. Rúsínur (má sleppa)
3 mtsk matarolía
1,5 dl. Léttmjólk, undanrenna eða sojamjólk
Rífið gulræturnar.
Þvoið sítrúna í heitu vatni og rífið sítrónuhýðið.
Setjið hveilhveiti, lyftiduft, púðursykur, kanil, negul og rúsínur í skál og blandið saman við gulrætur og sítrónuhíði.
Blanda vökva og matarolíu útí.
Deigið sett í ca 1,5 l. smurt form.
Bakað á neðstu rim við 175 gráður í ca. 30 mínútur.
Ostakrem á gulrótarköku.
400 gr. Rjómaostur
1 dós sýrður rjómi 18%
1 bolli flórsykur
1 tsk. vanillusykur
Hrært í hrærisvél þar til það er létt og ljóst og án kekkja.