Tilkynningar
Lyfjaval ehf og Astma- og ofnæmisfélagið gera samkomulag
35. ÞING SÍBSKæru félagar!Astma- og ofnæmisfélagið vekur hér með athygli á 35. þingi SÍBS sem verður haldið föstudaginn 20. og laugardaginn 21. október n.k. á Reykjalundi. Stjórn Astma- og ofnæmisfélagsins auglýsir hérmeð eftir fulltrúum AO á þingið. Dagskrá þingsins og málþingsins verða nánar kynntar síðar á www.sibs.is Stjórn AO hvetur áhugasama félagsmenn til að gefa kost á sér til þingsetu. Áhugasamir eru beðnir um að senda okkur línu eða hafa samband við stjórnarliða eða starfsmann félagsins.
Með bestu kveðju,
AukaaðalfundarFramhalds aðalfundur Astma- og ofnæmisfélagsins 2006 verður haldinn þriðjudaginn 19. september 2006 kl. 20 að Síðumúmla 6, Reykjavík. Efni fundar: Formannskjör skv. lögum félagsins. Félagsmenn fjölmennið. Stjórnin.
Aðalfundur og rabbfundur 3. maí 2006
Opið hús á mánudögumAukin starfsemi í SÍBS húsinuMánudagsfundir hafa verið hjá Samtökum lungnasjúklinga í ein fjögur ár undir nafninu "Rabb- og rölthópurinn". Nú hefur verið ákveðið að útvíkka starfsemina þannig að allir félagsmenn SÍBS geti komið í SÍBS húsið til skrafs og ráðagerða frá klukkan 16:00 -18:00 á mánudögum frá og með mánudeginum 20. febrúar n.k. Kaffi og meðlæti er fyrst um sinn selt á hundraðkall!
Tölvunámskeið fyrir félagaÓdýr námskeið-Tölvunámskeið fyrir félaga SÍBSEftirfarandi námskeið verða í boði á vorönn:
Tölvunotkun II, b (20 st.) Vefsíður og tölvupóstur 31. jan til 23. feb. (8 skipti)þrið. og fim. kl. 14:00-15:30
Tölvunotkun I (20 st.) Fyrir byrjendur 2. – 28. mars (8 skipti), þrið. og fim. kl. 14:00-15:30.
Tölvunotkun II, a (20 st.) Ritvinnsla 30. mars. - 4. maí (8 skipti), þrið. og fim. kl. 14:00-15:30.
Kennari:Ólafur Þórisson, framhaldsskólakennari Verð: 2.500.- til félagsmanna SÍBS. Staðsetning verður auglýst á vefsíðunni www.framvegis.is Nánari uppl. í síma 581-4914. Flokkar |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO