Tilkynningar
Mismunandi form astmaNæturastmiMargir astmasjúklingar þjást af svokölluðum næturastma, þ.e. þeir hafa astmaeinkenni einkum að nóttu til. Köstin koma oftast milli kl 4 og 6 á morgnana. Þau byrja með þurrum hósta eða með því að sjúklingurinn vaknar upp með andþrengsli eða í andnauð. Skertur nætursvefn af völdum astma veldur þreytu og sleni á daginn og skerðir starfsgetu okkar í vinnu og skóla. Þjáist þú af tíðum astmaeinkennum að nóttu til bendir það til þess að astminn sé ekki nægilega vel meðhöndlaður eða að þú takir ekki astmalyfin þín einsog til er ætlast. Ráðfærðu þig við lækni og tryggðu að þú hafir rétt lyf og að þú kunnir nægilega vel á lyfjaformin sem þú notar, svo lyfin berist örugglega til lungnanna. Einnig getur verið gott að mæla lungnastarfsemina með s.k. blástursmælingum. Það auðveldar lækninum að gera sér grein fyrir lungnastarfsemi þinni að nóttu og degi. Astmi af völdum sýkinga.Veirusýkingar í hálsi og öndunarfærum eru algengasta orsök astma hjá yngri börnum. Oft greinist astmi hjá börnum eftir ítrekaðar kvefpestir. Kvef er ekki af völdum baktería heldur veira. Astmaeinkennin eru ekki vegna ofnæmis fyrir slíkum veirum heldur veldur sýkingin af völdum veiranna skaða á slímhúð lungnaberkjanna svo að slímhúðin verður berskjaldaðri fyrir áreiti. Sýkingar geta einnig ýft upp astmaeinkenni hjá fullorðnum, áhrifin eru þau sömu, aukin ertni berkjanna. Eftir sýkingar getur þú fundið fyrir astmaeinkennum, oftast hósta, í vikur eða mánuði. Ráðfærðu þig við lækninn fáir þú alltaf langvarandi einkenni eftir kvefpestir eða öndunarfærasýkingar. Hugsanlega er hægt að beita fyrirbyggjandi lyfjameðferð svo að astmaeinkennin verði vægari og vari skemur. |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO