Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Hvað orsakar astma?

Þær breytingar sem verða í lungnaberkjunum gera þær viðkvæmari og auðertanlegri. Þess vegna koma astmaeinkennin fram. Oft er greint á milli sérhæfðra og ósérhæfðra orsakavalda eða áreitis: 

Ósérhæfðir þættir eða áreiti eru þeir þættir sem allir með astma eru viðkvæmir fyrir. Í þessu sambandi má nefna t.d. tóbaksreyk, kulda, sterka lykt og líkamlega áreynslu. 
Sérhæfðir þættir eða áreiti eru hinsvegar þeir þættir sem astmasjúklingar eru með ofnæmi fyrir. Þar má nefna t.d. frjókorn, rykmaura, dýrahár, sveppi, sumar fæðutegundir o.s.frv. 
Auk þessara þátta getur þú einnig fengið astmaeinkenni í kjölfar kvefs eða sýkinga í öndunarfærum. Ekki er óalgengt að margir mismunandi og samverkandi þættir valdi astmaeinkennum og ekki er víst að einn þáttur sé afgerandi hverju sinni.
Hvað veldur astmaeinkennum eða astmaköstum er afar persónubundið. Jafnvel hjá sama einstaklingi getur hlutur sem ekki hefur nein áhrif á astmann einn daginn valdið verulegum óþægindum næsta dag. Það er afar áríðandi að þú reynir að forðast þá þætti sem þú veist að hafa slæm áhrif á astmann. Hafir þú ofnæmi getur þú reynt að útrýma eða fækka ofnæmisvöldunum í nánasta umhverfi þínu.

Tóbaksreykur er einhver versti áreitisþátturinn en oft getur reynst erfitt að fá fólk til að skilja að jafnvel örlítill reykur getur valdið astmasjúklingum verulegum óþægindum. Hafir þú astma skalt þú alls ekki reykja. Ef þú reykir skalt þú reyna að sýna öðrum tillitssemi, sérstaklega fólki með astma. Ungabörn geta ekki mótmælt aðstæðum í reykmettuðu umhverfi þó að sannað sé að óbeinar reykingar hafi áhrif á öndunarfæri þeirra.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO