Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Bronkítis - er það astmi?

 

Krónískur bronkítis er algengur sjúkdómur hjá fullorðnum sem oft er orsök læknaheimsókna eða innlagnar á sjúkrahús. Bronkítis er lungnasjúkdómur sem getur verið samhliða astma, einkum hjá eldra fólki og þá er erfitt að greina á milli, hvort veldur einkennunum, bronkítis eða astmi.

Bronkítis einkennist af hósta og slímuppgangi eða hráka a.m.k. 3 mánuði á ári og er hrákinn eitt aðaleinkennið. Það eru breytingar í slímhúðarkirtlum sem orsaka sjúkdóminn. Í vægari tilfellum eru einkennin oft hósti með hráka að morgni og inn- og útöndun er með hvæsandi hljóði, pípi eða surgi. Þegar sjúkdómurinn ágerist eykst slímmyndun, andardráttur verður erfiðari og áreynsla verður mjög erfið. Í verstu tilfellum mæðist sjúklingur jafnvel í hvíld, lungun stækka, teygjanleiki þeirra minnkar og lungnastarfsemi verður erfiðari.

Bronkítis hjá fullorðnum er yfirleitt vegna reykinga. Óhreinindi í andrúmslofti t.d. á vinnustað geta einnig valdið sjúkdómnum. Óbeinar reykingar og loftmengun geta espað upp einkenni hjá þeim sem þegar hafa bronkítis. Hafir þú aldrei reykt eða unnið í mjög menguðu lofti um lengri tíma er afar ólíklegt að þú fáir bronkítis. Astmi er á hinn bóginn sjúkdómur sem fólk getur fengið á öllum aldri.

Hafir þú bronkítis er afar mikilvægt að þú hættir að reykja. Það getur hindrað að sjúkdómurinn ágerist frekar og dregið verulega úr einkennum. Við krónískum bronkítis eru gefin skjótvirk berkjuvíkkandi lyf og stundum ýmis önnur lyf. Í erfiðari tilfellum er oft gefin súrefnismeðferð. Hollt umhverfi og góð hreyfing, að því marki sem sjúklingur þolir, getur líka bætt lífsgæði þeirra sem hafa krónískan bronkítis.

 

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO