Tilkynningar
Önnur fyrirbyggjandi lyfjameðferð gegn ofnæmi og astmaTil eru önnur fyrirbyggjandi lyf við astma. Þau er helst notuð ef astmasjúklingurinn er með greint ofnæmi fyrir t.d. frjókornum. Lyf þessi hindra að vissar frumur líkamans gefi frá sér boðefni sem framkalla astmaeinkenni. Lyfin verka þó aðeins séu þau tekin fyrirbyggjandi þ.e. áður en sjúklingurinn verður fyrir áreiti af völdum ofnæmisvakans. Lyfin verka ekki hafir þú þegar fengið einkenni eða astmakast. Slík fyrirbyggjandi lyf við astma eru yfirleitt notuð í vægari astmatilfellum. Lyfin þarf að taka á hverjum degi og verkun kemur fram eftir nokkra daga eða vikur. Þau verka ágætlega við t.d. astma af völdum kalds lofts eða áreynslu ef þau eru tekin með dálitlum fyrirvara. Dæmi um þessi innönduðu lyf eru Lomudal eða Lomuforte. Viljir þú vita meira um þessi lyf eða hvort þau gætu gagnast þér skaltu ræða við lækni. |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO