Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Val astmasjúklinga á störfum

Astmasjúklingar þurfa oft að taka tillit til sjúkdómsins þegar kemur að því að velja sér starfsvettvang. Ýmislegt í umhverfi vissra starfsgreina getur valdið þeim óþægindum og espað lungnaberkjur þeirra. Óheppilegt starf getur fengið annars væg astma- eða ofnæmistilfelli til að blossa upp að nýju.

Astmasjúklingar ættu alltaf að forðast vinnustaði þar sem mikið er um ryk, reyk eða önnur efni sem erta öndunarfærin.

Meðal starfa sem geta valdið astmasjúklingum erfiðleikum eru störf í bakaraiðn, landbúnaði, lyfjaiðnaði, efnaiðnaði, dýralækningar og önnur störf tengd dýrum, málningarvinna eða vinna með lakk og lím, plastiðnaður, logsuða, pappírsvöruiðnaður, fiskvinnsla - einkum skelfisksvinnsla, vefnaðarvöruiðnaður, smíðar o.fl.

Oft nægja lítilsháttar breytingar á vinnustað til að gera astmasjúklingi kleift að starfa þar en stundum getur reynst nauðsynlegt að skipta um starf. 

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO