Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Astmi, svefnherbergið og rúmið

Hafir þú ofnæmi fyrir ryki eða rykmaurum er afar mikilvægt að gera vissar ráðstafanir varðandi svefnherbergi þitt, rúm og rúmfatnað. Rúmið, sængur og koddar eru kjörumhverfi fyrir rykmaura og þar er rakastig oft hærra en annars staðar í umhverfi þínu.

Við val á rúmi er gott að hafa í huga að auðvelt þarf að vera að hreinsa rúmið, það þarf að hafa botn sem leyfir dýnunni að anda. Rúm með spónaplötum í botni lokar raka og líkamshita inni í dýnunni. Þá þarf rúmið að standa á fótum svo auðvelt sé að ræsta undir því.

Gott er að velja dýnu sem auðvelt er að ryksjúga. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að ekki skiptir öllu máli hvernig dýnur eru valdar með tilliti til rykmaura. Svampdýnur og gormadýnur innihalda að jafnaði svipað magn rykmaura. Hægt er að setja þunnar yfirdýnur á rúmið og þvo þær reglulega og þannig má draga verulega úr magni rykmaura. Athugið að yfirdýnur verða að þola þvott við 60°. Þá er hægt að kaupa sérstakar yfirbreiðslur sem haldið geta magni rykmaura svo vel niðri að líkur á einkennum rykmauraofnæmis hverfa að mestu.

Allur sængurfatnaður þarf að þola þvott við minnst 55°. Rykmaurar þola ekki slíkan hita. Þá mega dýnur og koddar ekki innihalda formalín. Það gildir einnig um sængur- og koddaver. Straufrír sængurfatnaður inniheldur formalín. Slíkan sængurfatnað þarf að þvo nokkrum sinnum áður en ofnæmis- eða exemsjúklingar taka hann í notkun.

Munið að skipta um sængurfatnað a.m.k. tvisvar í mánuði og ryksjúgið dýnur um leið. Ef yfirdýnur eru notaðar skal þvo þær a.m.k. 6 sinnum á ári. Gott er að nota sængur og kodda sem má setja í þvottavélar. Dún- og fiðursængur eru óheppilegar fyrir astma- og ofnæmissjúklinga með rykmauraofnæmi.

Munið að lofta vel út úr svefnherbergjum. Góð loftræsting lækkar rakastigið í herberginu og dregur þannig úr lífslíkum rykmauranna. Viðrið kodda og sængur við lágt hitastig.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO