Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Astmi og híbýli

Síðari árin hefur athygli beinst að áhrifaþáttum í nánasta umhverfi astmasjúklinga, á heimili, vinnustöðum, skóla o.s.frv.

Nýjar byggingar á Íslandi eru mjög vel einangraðar, gluggar þéttir og við kyndum hús okkar meira en aðrar þjóðir. Þá skiptir máli að fá svör við spurningum s.s.:

  • er reykt í húsinu?
  • hvernig er hitastig og rakastig íbúðarinnar?
  • eru einhver tæki í híbýlum sem geta valdið astmasjúklingum vandræðum, t.d. ljósritunarvélar eða laser-prentarar?
  • hvernig er loftræstingu háttað? Eru loftskiptitæki yfirfarin og hreinsuð reglulega?
  • er einhver sérstök lykt í íbýlum og hvað veldur henni?
  • er raki í veggjum eða myglusveppir?
  • hvernig er hreinlæti háttað?
  • Ef grunur leikur á að híbýli geti haft neikvæð áhrif á astmann er þörf fyrirbyggjandi aðgerða.

Raki í híbýlum

Ef rakastig er of hátt í híbýlum okkar getur það aukið líkur á að rykmaurar og myglusveppir þrífist þar, en margir astmasjúklingar hafa ofnæmi fyrir þessum þáttum. Raki getur borist utan frá eða innan og mestur rakinn kemur frá okkur sjálfum eða um 2-5 lítrar af raka á hverja manneskju í íbúð. Rakinn stafar af:

  • útöndun og svita
  • þvotti og þurrkun fatnaðar
  • almennu hreinlæti s.s. böðum
  • matartilbúningi og uppþvotti
  • gróðri í híbýlum
  • ræstingu híbýla o.s.frv

Við þurfum að losna við eitthvað af þeim raka sem myndast í hýbýlum okkar svo rakastig verði ekki of hátt. Merki um of hátt rakastig í híbýlum er m.a.:

  • móða á innanverðum gluggarúðum ef um tvöfalt gler eða einangrunargler er að ræða
  • málning flagnar af við glugga eða mygluvöxtur sést við gluggakistur
  • raki eða mygla í útveggjum kaldari herbergja (baðherbergis, búrs, eldhúss o.s.frv)
  • rakalykt í skápum eða bak við húsgögn
  • rakalykt sem finnst þegar gengið er inn í íbúðina

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO