Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Astmi, ofnæmi og fríið

Fólk með ofnæmi og astma getur átt eins góð frí og allir aðrir, bæði hér á landi og erlendis. En það getur kallað á betri undirbúning séu þessir sjúkdómar til staðar. Sýna verður örlítið hyggjuvit við val á ákvörðunarstað. Þú veist best hvað þú þolir og hvað er ekki heppilegt.

Astmaveikt fólk með gróðurofnæmi ætti að forðast að vera á ferðinni á stöðum þegar ofnæmisvaldar eru í hámarki í andrúmsloftinu, fólk með ofnæmi fyrir dýrum ætti að tryggja að gæludýr séu ekki leyfð á hótelum sem valin eru o.s.frv. Fæðuofnæmi getur hugsanlega ráðið einhverju um val á stað sem ferðast er til.

Nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga: 

Mundu að hafa ávallt nægar birgðir lyfja með þér í fríið. Stundum getur verið ráðlegt að ráðfæra sig við lækni um hvort breyta þurfi lyfjameðferðinni eitthvað áður en haldið er af stað. 
Hafðu með þér lista yfir lyfin þín, á tungumáli viðkomandi lands eða á ensku. Læknar og lyfjafræðingar í útlöndum ættu að geta hjálpað þér ef þeir vita nákvæmlega hvaða lyf þú þarft. 
Astmasjúklingar, sem þurfa að nota innúðavélar, ættu að gæta þess að þær séu gerðar fyrir þann rafstraum sem notaður er í því landi sem ferðast er til. 
Þegar komið er á áfangastað er gott að gera sér strax grein fyrir hvar hægt sé að ná í lækni. Skrifaðu hjá þér nafn læknis og símanúmer og láttu fararstjóra og/eða ferðafélaga vita um sjúkdómsástand þitt, ef um hópferð er að ræða. 
Kynntu þér neyðarnúmer viðkomandi lands ef þess kynni að verða þörf. 

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO