Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Lofthraðamælingar og astmi

Fólk getur sjálft mælt lungnastarfsemi með s.k. lofthraðamæli eða Peak Flow-mæli, sem hægt er að kaupa í lyfjabúðum. Blástursgildi ráðast af kyni, aldri og líkamshæð. Blástursgildi hækka hratt hjá börnum og unglingum og ná hámarki um 20-25 ára aldur en lækka síðan hægt og sígandi.

Til að skilja lofthraðamælingar er gott að hugsa sér blöðru sem við blásum í. Hve hratt við getum blásið í blöðruna fer eftir stærð stútsins. Því stærri stútur, þeim mun hraðar getum við blásið í blöðruna. Magn lofts í blöðrunni fer síðan eftir stærð hennar og teygjanleika. Svipað gildir um lungun.

Það má mæla lungnastarfsemi á ýmsan máta. Svokölluð lungnamæling (spírómetría) er helst framkvæmd á heilsugæslustöðvum eða sjúkrahúsum. Þá eru margir þættir lungnastarfsemi mældir. Lofthraðamælingar eða Peak Flow-mælingar getur fólk framkvæmt sjálft. Mælingin mælir hámarkslofthraða þegar þú blæst kröftuglega frá þér. Þegar berkjurnar eru þrengdar vegna vöðvasamdráttar eða bólgu getur þú ekki blásið eins kröftuglega frá þér.

Lofthraðamælingar geta verið eins áríðandi fyrir astmasjúklinga einsog blóðsykurmælingar eru fyrir sykursjúka. Ræddu við lækninn þinn hvort ástæða sé til að fylgjast með blástursgildum með lofthraðamælingum. Læknirinn getur þá ráðlagt þér um breytta lyfjameðferð, falli blástursgildi niður í eitthvert ákveðið mark. Þannig gæti verið hægt að fyrirbyggja erfiðari versnunartilfelli eða astmaköst. Gott er að fá skrifleg fyrirmæli læknis um meðferðartilhögun, hvaða lyf skuli taka og hvenær, hve mikið og hvernig bregðast skuli við ef astminn versnar.

pdfBlástursgildi52.3 KB

pdfBlástursgildi börn180.1 KB

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO