Tilkynningar
Fæðuofnæmi og eldun ofnæmisfæðis - fjarnám
Starfsfólk í mötuneytum, matráðar, matreiðslumenn
Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á fæðuofnæmi og fæðuóþoli, á einkennum, algengi og afleiðingum fæðuofnæmis og fæðuóþols. Í framhaldi er farið yfir úrræði og leiðbeiningar í fæðismeðferð og matreiðslu.
Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Í fyrsta hlutanum er fjallað um úrræði í fæðismeðferð og matreiðslu fyrir þau sem eru með fæðuofnæmi og/eða fæðuóþol, um merkingu matvæla og vöruval og þætti sem hafa þarf að hafa í huga við matreiðslu fyrir fólk með fæðuofnæmi og fl. Kennari er Selma Árnadóttir, varaformaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands.
Í seinni hlutanum er farið yfir skilgreiningar, helstu fæðuofnæmis- og óþolsvalda, einkenni fæðuóþols og ofnæmis, um greiningar á ofnæmi og óþoli, um fæðuofnæmi og næringu og fl. Kennari er Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands.
Iðan - Fæðuofnæmi og eldun ofnæmisfæðis - fjarnám (idan.is)
|
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO