Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
28. Mar 2022

Skýrsla stjórnar Astma- og Ofnæmisfélags Íslands vegna 2020

Starfsemi AO var með nokkuð svipuðu sniði árið 2020 og árið á undan m.t.t. til funda og annarrar starfsemi sem krefst nándar, sem kemur ekki á óvart.

 

Annars hefur ríkt jafnvægi í rekstri félagsins og afkoman áfram verið góð enda hefur verið leitast eftir því að gæta aðhalds í rekstri og vanda styrkumsóknir til að tryggja fé til starfseminnar og þess mikilvæga starfs sem félagið gegnir úti í samfélaginu. Hins vegar er ljóst að við viljum komast af stað með meiri virkni í nýjum verkefnum og sér í lagi að reyna að nýta betur til að mynda það sem EFA hefur að bjóða.

 

Hinn dýrmæti og reynslu mikli starfsmaður, Tonie Gertin Sörensen, er með okkur, alltaf jafn ötul og lausnarmiðuð. Takk innilega Tonie.

 

Stjórnarmál og virkni.

Stjórn AO fyrir tímabilið 2020-2021 var skipuð eftirfarandi einstaklingum: Fríða Rún Þórðardóttir formaður, Selma Árnadóttir varaformaður, Sif Hauksdóttir, ritari og Björn Rúnar Lúðvíksson meðstjórnandi. Varamenn eru Auður Marteinsdóttir, Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Guðrún Ósk Guðjónsdóttir.

 

Stjórnarfundir voru of fáir á tímabilinu en töluvert í rafrænum samskiptum, bæði á alla stjórnina en einnig verkefnatengdir póstar á milli tveggja eða færri aðila.

 

Stjórnarmenn tóku sem endranær virkan þátt í starfi SÍBS og ÖBÍ sem er mikilvægt fyrir starfsemi félagsins, gerir okkur sýnilegri, styrkir okkar tengslanet og eykur yfirsýn. Einnig er það þroskandi og víkkar sjóndeildarhringinn að stíga út fyrir boxið við að taka þátt í slíku starfi. Á árinu 2020-21 sátu Sólveig Hildur Björnsdóttir (varaformaður), Selma Árnadóttir (meðstjórnandi) og Fríða Rún Þórðardóttir (varamaður og meðstjórnandi) í stjórn SÍBS þar sem fundað er mánaðarlega nema yfir hásumarið, minnst tíu fundir á ári auk viðbótarfunda sem tengjast sérstökum viðburðum, stefnumótun og verkefnum á hverjum tíma.

Fríða Rún sat áfram, en nú sem varamaður, í stjórn ÖBÍ og sem varaformaður í Heilbrigðismálahópi ÖBÍ, fundað er hjá þessum stjórnum/hópum mánaðarlega nema rétt yfir hásumarið. Ætlast er til að aðildarfélög ÖBÍ sæki ársfund og formannafundi ÖBÍ og stóðum við, við okkar skyldur þar og vel það. Sif Hauksdóttir situr í málefnahópi ÖBÍ um málefni barna og einnig á hún sæti í notendaráði fatlaðs fólks í Kópavogi.

Guðrún Björg Birgisdóttir situr í laganefnd SÍBS sem vann að því að endurskoða lög SÍBS.

 

Fræðslu- og útgáfumál.

Fræðslumál voru í sama farvegi og árið á undan nema að engin fræðsla með lækni var haldin. Ofnæmisnámskeiðin halda sínum sessi en voru kennd í fjarkennslu í gegnum Iðuna og var því aðeins um bóklegt námskeið að ræða.

Kræsingar halda áfram að seljast smátt og smátt, og er almenn ánægja með bókina. Bókin eru einnig notuð við kennslu í MK.

 

Starfsmaður AO fór í Snælandsskóla með fræðslu og er henni mjög vel tekið enda málefnið mjög þarft.

 

Jólaball

Engin jólaböll hafa verið haldin tvö sl. ár.

 

Bæklingar.

Tonie hóf tiltekt á skrifstofunni og þar með í fræðsluefni. Sendir voru út bæklingar á fjölmarga staði og var töluverð vinna, en gefandi, lögð í þetta.

 

Fundur með félagi Ónæmis- og ofnæmislækna.

Enginn fundur var haldinn á árinu.

 

Erlent samstarf.

Enginn Norðurlandafundur var haldinn á árinu.

 

AO hefur verið hluti af EFA í fimm ár og sat formaður ársfund EFA 2020 í gegnum netið. Töluvert berst af tilkynningum um verkefni og málefni frá EFA og er margt mjög áhugavert. Formaður AO hefur verið aktívur í starfinu og tekið þátt í umræðum og verkefnum þar eftir bestu getu.

Ákveðið var á árinu 2019 að AO og Samtök Lungnasjúklinga (SL) myndu sækja um að halda ársfund EFA 2020 í Reykjavík. Fundurinn var ekki haldinn vegna Covid heldur á netinu eins og komið hefur fram. Var hann færður til ársins 2021 og hefur dagsetningin verið ákveðin. Undirbúningsnefndin frá AO Auður Marteinsdóttir, Fríða Rún Þórðardóttir og Tonie Gertin Sörensen, frá SL Kjartan Mogensen og Aldís Jónsdóttir.


Fjármál.

Stjórn AO leggur sig fram um að finna verðug verkefni á hverjum tíma í takt við eðli starfsins og þörfina í samfélaginu. Sótt hefur verið um þá styrki sem mögulegt er og eru dýrmætir styrkir að fást frá ÖBÍ, Heilbrigðis ráðuneytinu og Lýðheilsusjóði.

 

Styrkur var veittur úr Styrktarsjóðnum árið 2020 þó svo að fjárhæðin sem var laus væri ekki há en AO lagði þó sitt lóð á vogarskálarnar.

 

Endurskoðandi sér um endurskoðunarvinnu félagsins og styrktarsjóðsins sem og útreikninga á launum og launatengdum gjöldum og útgáfu launaseðla. Hefur þetta samstarf gengið vel. Keyptur var aðgangur að E-economic kerfinu sem sér um utanumhald og gefur góða yfirsýn.

 

Starfsmannamál.

Starfsmaður AO, Tonie Gertin Sörensen, vinnur enn sömu daga og er í sömu prósentu eins og verið hefur á mánudögum frá kl. 9-15. Hún hefur næg verkefni á sinni könnu og stendur vel fyrir sínu. Stjórn gætir þess að launamál séu endurskoðuð á hverju ári í takt við það sem tíðkast hjá hennar fagstétt. Ekki stendur til að auka við vinnuprósentu hennar eða að bæta við starfsmanni. Hins vegar ef að umsvifin aukast til að mynda gagnvart Astma Allege Nordic þarf að huga að viðbótar vinnuframlagi innan starfsemi AO. Tölvubúnaður var endurnýjaður á árinu 2019 til að mæta þörfum skrifstofunnar en það þarf að skoða með starfsmanni hvort að bæta þarf við til að styrkja starf hennar.

 

Árið 2021.

Starfið frammundan á árinu 2021-22 mun væntanlega verða í föstum skorðum en kunna stjórnarmenn vel inn á sín verkefni og sína samstarfsmenn og nóg er af verkefnunum. Vonandi mun stjórnarseta Fríðu Rúnar í EFA, gera félagið öflugra og víðsýnna.

 

Vinna þarf áfram að fræðslumálum á víðum grundvelli. Við viljum gjarnan ná til matreiðslumanna og að halda námskeið fyrir þá í samvinnu við MK og Iðuna. Viljum halda áfram inni í leik- og grunnskólum með fræðslu. Síðast en ekki síst að halda fleiri fræðslunámskeið með sálfræðingi fyrir börn og unglinga með ofnæmi og foreldra þeirra með það að markmiði að styrkja þau gagnvart sínu ofnæmi og draga úr kvíða.

 

 

 

Skoða þarf hvernig tækninýjungar nútímans getur nýst okkur til hægðarauka meðal annars upplýsingar á umbúðum matvæla og upplýsingar um frjómagn og mengunar tölur sem og gagnvart fjarfundum og fjarkennslu.

 

Yfirfara þarf heimasíðu AO og efla þarf tengslin við sérfræðilækna og tengd sjúklingasamtök s.s. Samtök lungnasjúklinga og Psoriasis samtökin.

 

Einnig er mikilvægt að styrkja samstarfið við Lind sem er okkar undirfélag.

 

Ræddar voru hugmyndir um að halda námskeið eða námskeiðshelgi fyrir börn með ofnæmi.

 

AO stefnir á þátttöku í Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons í ágúst ef af henni verður í samstarfi við SÍBS eins og 2019.

 

Er snýr að útgáfumálum þá eru þrír bæklingar sem gaman væri að koma í endurgerð og það er bæklingur um fæðuofæmi, astmi fullorðinna og bæklingur um húðofnæmi. Einnig væri gaman að koma út tímariti AO hið fyrsta enda nóg af efni sem gaman er að fjalla um.

 

Astma Allergi nordic er áhugavert verkefni að vinna með og á eftir að vaxa á komandi árum og áratugum en taka þarf upp alvarlegt samtal við hin norðurlöndin til að það geti orðið að veruleika.

 

Stjórn þarf að ræða um fræðslumálin og á hvaða formi hún ætti að vera. Stjórn ætti að gera úttekt á því hvernig best sé að miðla fræðslu í nútíma samfélagi til að mynda í gegnum heimasíðuna, öpp, vídeó. Skipa ritnefnd um þessi mál og taka læknana með í þeirri vinnu.

 

01.06.21        Fríða Rún Þórðardóttir, formaður AO

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO