Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Jólaball 2016

2015-11-010

 

Jólaball Astma- og ofnæmisfélags Íslands verður haldið í húsnæði SÍBS, að Síðumúla 6 í Reykjavík, miðvikudaginn 28. desember kl. 17-19.

 

Á jólaballinu skemmtir frábært hljómsveit skipuð félögum í SÍBS og jólasveinar mæta á svæðið, dansa í kringum jólatréð með börnunum og færa þeim flotta poka með skemmtilegu dóti í. Einnig verður boðið upp á veitingar sem henta gestum jólaballsins.

 

Vinsamlegast tilkynnið komu ykkar á jólaballið okkar með því að skrá ykkur hér:

https://goo.gl/forms/GtkexzjddyI4J0j73

fyrir 26. desember 2016 með upplýsingum um fjölda barna og fullorðinna. Gott er  að fá upplýsingar um það fæðuofnæmi sem um ræðir.

Systkini eru velkomin með á jólaballið og er aðgangur ókeypis.

 

 

Með von um að sjá sem flesta,

Stjórn  Astma- og ofnæmisfélags Íslands

Samstöðufundur við Alþingi 7. desember 2016 kl. 13

ÖBI


 

ÖBÍ boðar til samstöðufundar við alþingishúsið við upphaf þingfundar miðvikudaginn 7. desember 2016.


Þar verða þingmönnum afhent skrín með óskum frá málefnahópum ÖBÍ vegna fjárlagagerðar fyrir árið 2017. Þar verður meðal annars vikið að óskum um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, aðgang fatlaðs fólks að námi, afnám „krónu á móti krónu“ skerðingar, virkt eftirlit með aðgengi að mannvirkjum og að heilbrigðisþjónusta verði endurgjaldslaus.

Þingmönnum verða afhent óskaskrínin við upphaf þingfundar sem hefst kl. 13:30. Um opinn viðburð er að ræða og öllum velkomið að mæta og taka þátt.

 

Spjallfundur um fæðuofnæmi

Image result for møde forældre

Mánudaginn 21. nóvember kl. 20 stendur Astma- og ofnæmisfélag Íslands fyrir spjallfundi um fæðuofnæmi.

Fundurinn er aðallega hugsaður fyrir foreldra barna með fæðuofnæmi og til að skapa samtal innan þessa hóps, en þó eru aðrir áhugasamir hvattir til að mæta.


Við verðum á 2. hæði í húsi SÍBS í Síðumúla 6.


Fyrir hönd Astma- og ofnæmisfélags Íslands

Fríða Rún Þórðardóttir
Formaður

Mikaela Odemyr forseti EFA með erindi þriðjudaginn 1. nóvember í Reykjavík og miðvikudaginn 2. nóvember á Akureyri


Dagana 1. - 2. nóvember nk. verður stödd hér á landi í boði Astma- og ofnæmisfélags Íslands, Mikaela Odemyr sænsk kona sem er í dag forseti EFA (
European Federation of Astma and Airways diseases, http://www.efanet.org/) en er að auki reynslumikil móðir ofnæmisbarna og virtur fyrirlesari á því sviði.

 

Mikaela Odemyr

Mikaela segir sjálf að hún sé engin læknir en hafi yfir tveggja áratuga reynslu á sviði astma og ofnæmis. Hún hefur verið virk í faglegri fræðslu til fjölskyldna og einstaklinga á sínu heimasvæði sem og víðar í Svíþjóð. Þar talar hún um hvernig hún og fjölskyldan hafi þurfti að lifa með lífshættulegu bráðaofnæmi og astma og vinna með leik- og skólakerfinu á því sviði.

 

Mikaela verður með síðdegiserindi í Reykjavík í Hringsal Barnaspítala Hringsins  þriðjudaginn 1. nóvember kl. 16.30.

  

Gunnar Jónasson

Á Akureyri er fyrirlesturinn haldinn miðvikudaginn 2. nóvember kl. 16:30 – 18:45 í Brekkuskóla.

Gunnar Jónasson, ofnæmisbarnalæknir mun einnig halda erindi um fæðuofnæmi og hefst það að loknu erindi Mikaelu.


Allir eru velkomnir og er aðgangseyrir 1.000 kr

 

Fyrir hönd Astma- og ofnæmisfélags Íslands

Fríða Rún Þórðardóttir

Formaður AO 

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO