Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Fundargerð Aðalfund 2017

Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands

Síðumúla 6, 6. júní 2017

Mætt: Björn Ólafur Hallgrímsson, Fríða Rún Þórðardóttir, Dagný Erna Lárusdóttir, Sólveig Hildur Björnsdóttir, Sif Hauksdóttir, Hólmfríður Ólafsdóttir, Selma Árnadóttir, Guðrún Júlíusdóttir, Jóhanna Garðarsdóttir, Hanna Regína Guttormsdóttir, Telma Grímsdóttir, Tonie Gertin Sörensen.

Dagskrá aðalfundar

1. Formaður setur fundinn.

Formaður bauð fundarmenn velkomna á aðalfund AO 2017. Því næst var gengið til dagskrár.

2. Kjör fundarstjóra og skipun fundarritara.

Formaður lagði til að Björn Ólafur Hallgrímsson yrði fundarstjóri sem endranær og samþykkti fundurinn það samhljóða, einnig Björn Ólafur sjálfur.

Fríða Rún Þórðardóttir var kjörin fundarritari.

Fundarstjóri þakkaði traustið og gekk til dagskrár. Hann úrskurðaði aðalfundinn löglegan þar sem löglega hafi verið til hans boðað.

3. Fundargerð

Farið var yfir fundargerð síðasta aðalfundar. Kom fram að þar var misritað varaðandi forsendur fyrir sætum í stjórn, liður 11. Verður það lagfært.

4. Skýrsla stjórnar

Formaður flutti skýrslu stjórnar, stikklaði á stóru um verkefni liðins árs sem var erilsamt eins og árið á undan.

5. Skýrsla gjaldkera

Gjaldkeri fór yfir rekstrarreikning, efnahagsreikning, skuldir og eigið fé félagsins vegna ársins 2016. Ánægjulegt var að sýna fram á að vel gengur að fá styrki og áheit frá Reykjavíkur Maraþoni skila sé alltaf þó þau mættu vera meiri. Neikvætt uppgjör á Ofnæmisnámskeiðunum síðan 2016 skilaði sé inn árið 2017 og sýndi fram að hallalausn rekstur námskeiðanna. Engar fyrirspurnir voru um reikningana

6. Skýrslur nefnda og sjóða

Formaður ræddi stuttlega Styrktarsjóðinn án fyrirspurna.

7. Umræður um skýrslur. Ársreikningar bornir upp.

Sjá hér að ofan umræðu um ársreikninga.

Skýrsla og ársreikningur AO samþykkt samhljóða.

8. Ákvörðun félagsgjalda sbr. 6. gr.

Formaður lagði fram tillögu um að félagsgjaldi yrði haldið óbreyttu þar sem félagsgjaldið hafi verið hækkað árið á undan. Var það samþykkt.

9. Lagabreytingar

Engar lagabreytingar lágu fyrir.

10. Formannskjör

Fundarstjóri stakk upp á sitjandi formanni, Fríðu Rún Þórðardóttur, sem áframhaldandi formann AO. Fundurinn tók undir og samþykkti tillöguna samhljóða. Fríða Rún þakkaði traustið.

11. Kjör tveggja meðstjórnenda.

Jóhanna Garðarsdóttir, Hólmfríður Ólafsdóttir og Þórunn María Bjarkadóttir gefa ekki kost á sér áfram í aðalstjórn. Ný framboð í stjórn AO eru frá Sif Hauksdóttur og Guðrúnu Björg Birgisdóttur. Voru þær kjörna til tveggja ára.

Aðrir stjórnarmenn auk formanns eru: Sólveig Hildur Björnsdóttir og Selma Árnadóttir.

12. Kjör þriggja varamanna

Hólmfríður og Þórunn María voru kosnar varamenn en varamaður auk þeirra er Dagný Erna Lárusdóttir.

13. Kjör tveggja skoðunarmanna og eins til vara.

Núverandi skoðunarmenn eru Stefanía Sigurðardóttir og Hanna Regína, Ari Axelsson til vara. Þau voru kjörin áfram til þeirra starfa.

14. Stjórnarkjör Styrktarsjóðs.

Samkvæmt lögum er formaður AO sjálfkjörinn í formannssæti Styrktarsjóðs, það embætti helst því óbreytt. Stjórnina skipa nú auk formanns AO, Dagný Erna gjaldkeri, Hanna Regína ritari, María Ingibjörg og Telma Grímsdóttir meðstjórnendur Varamenn er Björn Ólafur, Björn Árdal og Tonie. Stjórn Styrktarsjóðsins var endurkjörin samhljóða.

15. Aðrar kosningar

Ekki var þörf á öðrum kosningum.

16. Önnur mál.

Engin önnur mál voru á dagskrá.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO