Tilkynningar
Skýrsla stjórnar Astma og ofnæmisfélagsins 2013-14Árið 2013 einkenndist af heilmikilli verkefnavinnu og áframhaldandi öflugri vinnu stjórnar fyrir hagsmunum astma- og ofnæmissjúkra. Tímamótaverkefni tímabilsins var að gefa sjálf út blaðið okkar og koma því út á sléttu. Nú byggjum við ofan á þá reynslu. Á árinu voru haldnir reglubundir stjórnarfundir (6 talsins; 31/1, 21/2, 4/4, 16/4, október, 3/12). Aðrir fundir voru Vinnufundur stjórnar á Caruso 20/9. Formannafundur SÍBS 10/10 (FRÞ. BÓH, SS, DEL) að ótöldum fjölda vel skrásettra rafrænna funda. Hólmfríður situr í félagsráði SÍBS sem fundar reglulega. AO dagurinn var haldinn í Kringlunni 2. maí. Fræðsla á árinu fór fram í gegnum útgefið efni, þar sem blöðin, bæklingar og vefsíðan voru notuð til að miðla fræðslu og upplýsingum. Þó stendur til að hafa fræðslu í haust á vegum félagsráðs SIBS sem AO mun standa fyrir sem hluti af þeirri samvinnu. Gefin voru út tvö blöð á tímabilinu og fengu þau góðar viðtökur að vanda. Samstafið við þá félaga Kjartan og Jóhannes vegna útgáfu AO blaðiðs gekk vel en þeir gáfu út bæði blöðin árið 2013. AO á tvo fulltrúa í stjórn SÍBS. Það eru þær Dagný Lárusdóttir sem fer fyrir stjórninni og Stefanía Sigurðardóttir. Þær hætta þó báðar á næsta þingi. Innheimta félagsgjalda gekk ágætlega og eru félagsmenn hvattir til þess í hverju blaði og í „flyers“ að standa skil á félagsgjöldum. Ekki voru sendir út gíróseðlar vegna félagsgjalda heldur voru greiðsluseðlar sendir í heimabanka félagsmanna sem eru nú um 950 talsins. Árið var félaginu gott og tiltekin verkefni eru í höfn. Kræsingar seljast jafnt og þétt og eru nú einnig komnar til sölu í vefverslun Heilsutorgs.is. Uppskriftaþættirnir eru ekki enn komnir í sýningu en verið er að vinna í þeim málum. 2 bæklingar hafa nú þegar verið gefnir út, íþróttir og astmi er í uppsetningu og astmi fullorðinna einnig, astmi barna er í vinnslu. Nokkrar umræður hafa verið um það hvort að AO setti nafn sitt við tiltekin vörumerki sem þá væri ekki ofnæmisvaldandi og er hafin vinna við þetta á Norðurlandagrundvelli sem AO er þátttakandi í. Þátttaka í erlendu samstarfi og fundum/þingum. Engir fundir erlendis eða ráðstefnur voru sótt á árinu, og ekki var hægt að taka þátt í Norðurlandafundinum um vörumerkin. Ný vefsíða hefur tekið á sig lokamynd . Áfram munum við setja þar inn fræðsluefni og fréttir auk þess sem „Facebook“ síða félagsins er virk. Markmiðið er að ná til enn fleiri félagsmanna og er söfnun / endurnýjun á netföngum þeirra hafin. Með þökk fyrir samstarfið og óskum um áframhaldandi mikla og góða vinnu á komandi starfsári. Fríða Rún Þórðardóttir |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO