Matarlisti fyrir Rögnu sem er með mjólkur- og eggjaofnæmi.
Munið að lesa alltaf á allar vörur sem eru keyptar, líka þær sem eru á þessum lista.
5 mánaða – ca. 12 mánaða.
Fyrsti maturinn hennar fyrir utan brjóstamjólk var hafragrautur frá Gerber blandaður í vatni og svo í þurrmjólk sem heitir Nutramigen. Það var líka mjólkin sem hún drakk þegar hún hætti á brjósti. Svo kom ávaxtamauk og grænmeti. Grænmetið sauð ég sjálf og maukaði og blandaði alltaf 2 tsk. af matarolíu út í hvern skammt sem hún borðaði. Þetta var að ráði næringarfræðings.
Svo kom kjötið. Ég sauð og maukaði lambakjöt og kjúklingakjöt. Blandið því saman við grænmeti og/eða kartöflur. Setti þetta á barnamatskrukkur og frysti. Átti því alltaf nóg til. Og alltaf olíuna góðu út í.
11 mánaða var Ragna ofnæmisprófuð fyrir soja og það var í lagi og því jókst fjölbreytnin mikið eftir það.
11 mánaða og upp úr (er 19 mánaða þegar þetta er skrifað í júní 2003)
Kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir:
- Grænmeti, allt (soðið).
- Ávextir, alla.
- Sojamjólk til drykkjar og í alla matargerð sem þarf mjólk í.
- Ávaxtasafi.
- Sojajógúrt.
- Grjónagrautur úr sojamjólk sem öll fjölskyldan borðar af bestu lyst.
- Fiskur.
- Lambakjöt.
- Kjúklingur.
- Nautakjöt, t.d. hakk í hamborgara, kjötbollur, buff, hakk og spagettí.
- Svínakjöt.
- Hrossakjöt.
- Sviðasulta (frá SS)
- Pylsur frá Búrfelli, Pölsemesteren og Bratwurst frá SS.
- Lambanaggar frá Norðlenska.
- Kjúklinganaggar frá Móum.
- Kjúklingabollur frá Móum.
- Pasta eggjalaust t.d. frá Barilla.
Brauð og álegg:
- Bacon kæfa frá Ali.
- Grænmetiskæfur frá Tartax (fást í Heilsuhúsinu og allavega ein tegund í Hagkaup)
- Kjúklingaálegg frá Holtabúinu.
- Heimilisbrauð (flest allt venjulegt heilhveitibrauð). (Skoða heimasíðu Myllunar. www.myllan.is).
- Pylsubrauð.
- Hamborgarabrauð.
- “Smjör” í Heilsuhúsinu eða Fjarðakaup. Rapunzel (til bæði sólblóma og soja) eða Nutana jurtasmjör.
- Smjörlíki flest allt í bakstur eða matargerð.
- Olíur s.s. olívuolía, ISIO4.
- Flatkökur frá HP.
- Rúgbrauð frá Ömmubakstri.
Kex:
- Ginger Snaps frá McVitie´s
- Snap Jacks Country
- Snap Jacks Fruit
- Korni flatbröd og flest annað hrökkbrauð
- Krisprolls (bruður)
- Carr´s Table Water (vatnskex)
- Sesam Knekkebröd frá Finn Crisp
Bakstur:
Góður bæklingur með eggjalausum uppskriftum er til og aðeins að nota sojamjólk í staðin fyrir mjólk eða súrmjólk.
T.d. góð skúffukaka í afmælin, pönnukökur og vöfflur sem er allt saman mjög gott og vel boðleg fyrir alla í fjölskyldunni.
Nammi:
- Konsum suðusúkkulaði.
- Rúsínur með konsum suðusúkkulaði frá Nóa-Síríus.
- Hlaup/gúmmí.
- Snakk (flest allt nema ostasnakk oþh.).
- Orwille örbylgjupopp (light).
- Rúsínur.
- Döðlur.
- Frostpinnar án súkkulaðis t.d. frá Kjörís (Leiftur, Stjörnu og Ananas), frá EmmEss (Ananas).
- SunLolly klakar.
- Soja ís (innfluttur, allavega til vanillu og jarðaberja).
- Íssósa (súkkulaði) frá EmmEss.
Munið að lesa alltaf á allar vörur sem eru keyptar, líka þær sem eru á þessum lista.