Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

"Já eða Nei - er það spurning?" - fræðslufundur mánudaginn 20 október kl 16:30.

Í tilefni af norræna líffæragjafardeginum þann 25. október n.k. heldur Annað líf áhugafélag um líffæragjafir fræðslufund um líffæragjafir. Þar ræðir Hildigunnur Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur á ígræðslugöngudeild Landspítalans málefni tengd líffæragjöfum m.a. ætlað samþykki eða ætlaða neitun líffæragjafar við lífslok.

Lesa meira...

Seliak og glútenóþols samtök Íslands verða formlega stofnuð 13. september 2014

logo

Stjórn Seliak og glútenóþols samtaka Íslands býður öllum þeim sem eru með Seliak, glútenóþol, hveitiofnæmi, mjólkuróþol og mjólkurofnæmi og aðstandendum þeirra á stofnfund samtakanna og opnunarhátíð á nýrri vefsíðu sem verður haldin laugardaginn 13. september í húsakynnum SÍBS og Ao í Síðumúla 6. 2. hæð kl. 14.

Lesa meira...

Uppskriftir frá matreiðsluþættir "Gott mál"

 

Brunch MGD

ÍNN TV hóf á dögunum sýningar á matreiðsluþáttunum "Gott mál" sem Astma- og ofnæmisfélag Íslands lét gera með stuðningi Yggdrasil heildverslunar. Þættirnir verða sýndir í sumar og í haust en uppskriftirnar sem eldaðar eru má finna hér fyrir neðan.

Uppskriftir ofnæmisþættir frá "Gott mál"

 

Verði ykkur að góðu.
Bestu kveðjur Fríða Rún Þórðardóttir
Formaður Astma- og ofnæmisfélag Íslands

 


Reykjavíkurmaraþon 2014

IMG 0318-001

Frjókornamælingar

hnerra

Náttúrufræðistofnun Íslands er með frjókornamælingar á hverju ári og mælingar á birkifrjókornum hófust í maí. Á Akureyri hafa verið óvenjumikil frjókorn en lítið í Reykjavík miðað við síðasta ár.  

Nýlegar rannsóknir sýna að margir sem þjást af birkiofnæmi eru með svokallað krossofnæmi og eru því viðkvæmir fyrir vissum matartegundum. Hér má sjá grein um krosssvörum  fyrir birkifrjói, grasfrjói og latexi.

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands er að finna yfirlit yfir frjókornamælingar og eru upplýsingarnar uppfærðar vikulega. 

Sjá vef NI hér.

Flokkar

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO