Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Ókeypis námskeið um framkomu, framsögn og fundarstjórn

Powertalk-logoFélagsráð SÍBS auglýsa námskeið í SÍBS-húsinu Síðumúla 6 sem hófst á mánudaginn var og heldur áfram næstu tvo mánudaga.

Námskeiðið er haldið af félögum úr POWERtalk á Íslandi og efnið er:

  • Framkoma
  • Framsögn
  • Fundarstjórn

Staður:SÍBS-húsið, Síðumúla 6 2.h. (lyfta), 108 Reykjavík.

Stund:mánudagarnir 8., 15. og 22. febrúar kl. 17:15.

 

Þátttaka er ókeypis og engin skráning nauðsynleg – bara mæta!

 

Þetta eru góð námskeið fyrir alla þá sem starfa í stjórnum, nefndum og ráðum. Vonandi sjáum við sem flesta nýta sér þetta.

Félagsráð SÍBS.

Bæklingur um Astmi

Astmi-bæklingur-forsida

Gefin hefur verið út bæklingur um astmi og er það samvinnuverkefni Astma og ofæmisfélags Íslands og Glaxo Smith Kline. 
Höfundur er Unnur Steinar Björnsdóttir sérfræðingar í lyflækningum, ofnæmis- og ónæmissjúkdómum. Meðhöfundur er Davíð Gíslason, sérfræðingar í lyflækningum, ofnæmissjúkdómum.

Bæklingnum verður dreift á heilsugæslustöðvar og í læknastofur auk þess sem hægt verður að nálgast hann á skrifstofu Astma- og ofnæmisfélags Íslands í Síðumúla 6 

Hér má sjá bæklinginn í heild sinni.

Fræðsluerindi um exem, orsakir og meðferð

exemSólrún Melkorka Maggadóttir, barnalæknir og sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum og ónæmisgöllum, mun halda erindi um exem, orsakir og meðferð, þriðjudaginn 26. janúar kl. 17:30 – 18:45

Sólrún er menntaður barna- og ofnæmis- og ónæmislæknir frá Bandaríkjunum en hún fluttist til Íslands um mitt ár 2014 og starfar nú á ónæmisdeild Landspítalans auk þess að vera með stofu í Domus.

exembarnÞað eru Astma- og ofnæmisfélag Íslands og Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga sem standa í sameiningu fyrir þessari fræðslu. 

Staður: Húsnæði SÍBS, Síðumúli 6

Húsið opnar kl. 17:00

Kaffiveitingar

Jólaball 2015 Skyrgámur og Askasleikir kíktu í heimsókn

IMG 0359Jólaball Astma- og ofnæmisfélags Íslands var haldið í sal SÍBS 3. janúar síðastliðinn. 

Ballgestir gæddu sér á veitingum og sungu og dönsuðu í kringum jólatréð við undirleik hljómsveitar SÍBS. 

Þeir Skyrgámur og Askasleikir kíktu í heimsókn, dönsuðu með börnunum, brugðu á leik og gáfu gjafir.  

Viðstaddir skemmtu sér vel og má með sanni segja að þetta haf

IMG 0218

i verið góð byrjun á árinu. 






IMG 0264

Reykjavíkurmaraþón 2016

reykjavikurmaraþon 2016-myndreykjavikurmaraþon 2016




Astma- og ofnæmisfélag Íslands er eitt þeirra frjálsu félagasamtaka sem njóta góðs af verkefninu Hlaupastyrkur.is í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Nú er skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafin sjá hér og hvetur AO félagsmenn sína og hollvini til að hlaupa til styrktar félaginu með því að skrá sig hér  en fjármagnið sem safnast hefur undanfarin ár hefur meðal annars verið notað til eflingar á fræðslu um astma og ofnæmi sem nýtist sífellt fleirum þar sem aukning er á tíðni astma og ofnæmis hér sem og annarstaðar.

 

Formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands  
Fríða Rún Þórðardóttir

Auglýsing um styrki 2016

Auglýsing um styrki

Astma- og ofnæmisfélag Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Styrktarsjóði félagsins sem veitt verður úr í samræmi við tilgang sjóðsins sem er að:

* stuðla að aukinni þekkingu á astma- og ofnæmissjúkdómum.

* styrkja lækna og aðra sem leita sér fagþekkingar á ofangreindum sjúkdómum og kunnáttu í meðferð þeirra.

Í umsókn þarf að koma fram upplýsingar um umsækjandann, í hverju verkefnið felst, kostnaðaráætlun, dagsetningu loka verkefnisins og stutta greinargerð um gildi verkefnisins fyrir astma- og ofnæmissjúka á Íslandi.

Umsóknir skulu berast á rafrænu formi fyrir miðnætti þann 6. mars nk. á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með fyrirsögninni „Styrkumsókn AO 2016“

Styrkirnir verða afhenti á aðalfundi félagsins í apríl/maí. Nánari upplýsingar veitir Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands í síma 898-8798 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

F.h. Astma- og ofnæmisfélags Íslands

Fríða Rún Þórðardóttir, formaður

Flokkar

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO