Tilkynningar
Hvað er barnaexemBarnaexem er húðsjúkdómur sem lýsir sér sem kláði á afmörkuðum húðsvæðum og einnig sem litlar vatnsblöðrur á húðinni. Þegar exem brýst út verður húðin rauð og þegar barnið klórar sér myndast oft smásár og/eða hellur á húð. Slíkt kallast bráðaexem. Vari exem lengi, fleiri mánuði eða ár, þykknar húðin og verður þurr og skrælnuð. Slíkt er kallað langvinnt exem eða krónískt exem. Þegar talað er um langvinnt eða krónískt exem þýðir það þó ekki endilega að sjúkdómurinn kunni að vara alla ævi. Hjá flestum börnum með barnaexem hverfur sjúkdómurinn þegar þau eldast. Eftirtalin einkenni þurfa að vera til staðar til þess að um barnaexem sé að ræða:
Börn þurfa ekki að vera með ofnæmi til þess að fá barnaexem og í raun mælist ekkert ofnæmi hjá flestum barnanna. Barnaexem kemur og fer, stundum blossar það upp með miklum einkennum en síðan getur það legið niðri í langan tíma. |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO