Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Hvað er astmi?

Ef þú vilt fræðast um astma er nauðsynlegt að þú þekkir örlítið til þess hvernig lungun eru byggð upp.

Við drögum andann inn um nef og munn. Þaðan berst loftið niður um barkann sem greinist í tvær sverar berkjur sem liggja hvor niður í sitt lunga. Í lungunum greinast berkjurnar síðan aftur og aftur í sífellt smærri berkjugreinar og enda að lokum í örlitlum sekkjum eða lungnablöðrum. Loftið streymir um berkjurnar allt til lungnablaðranna og þar fara fram loftskipti. Líkaminn tekur til sín súrefni úr innandaða loftinu og skilar koltvísýringi úr blóðinu í loftinu sem við öndum frá okkur.

Berkjurnar eru húðaðar að innan með svokallaðri slímhúð. Hafir þú astma er slímhúðin viðkvæmari fyrir ertingu en hjá flestum öðrum. Við áreiti bólgnar slímhúðin upp og gefur frá sér seigt, þykkt slím. Einnig getur komið krampi eða samdráttur í slétta vöðva sem liggja utan um berkjurnar. Það er samspil bólgu og vöðvasamdráttar sem veldur astmaeinkennum. Við samdrátt og bólgna slímhúð minnkar þvermál lungnaberkjanna og loftið á erfiðara með að smjúga inn og út.

Bólgin og ert slímhúð veldur því að lungun þola minna áreiti, áreitisþröskuldur þeirra lækkar. Þessi þröskuldur getur breyst mikið frá einum tíma til annars svo að stundum þolir þú mikið áreiti en stundum færðu astmaeinkenni við sáralitla ertingu lungnanna.

Þú getur fengið astmaeinkenni vegna þess að þú hefur ofnæmi fyrir einhverjum hlutum t.d. köttum eða rykmaurum. Þú getur einnig fengið einkenni vegna þess að þú þolir illa sterka lykt eða tóbaksreyk. Margir fá astmaeinkenni við líkamlega áreynslu, einkum í köldu veðri.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO