Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Astmi og ofnæmi, tengd atvinnu eða starfsgreinum

Gegnum starf okkar komumst við oft í snertingu við ýmis efni sem eru annars ekki þáttur í heimilislífi okkar eða frístundum. Iðnaður notar margvísleg efni og efnasambönd sem geta aukið hættu á atvinnutengdum sjúkdómum, þar meðtöldum astma.

Oft getur reynst erfitt að finna orsakavaldinn fyrir astmaeinkennum á vinnustað. Þetta er t.d. vegna þess að oft setjum við ekki einkennin í samband við starfið þar sem þau koma ekki alltaf fram fyrr en eftir að vinnu lýkur eða að nóttu til.

Áhættustörf

Ýmis störf eru líklegri til að valda astmasjúklingum vandræðum en önnur. Margir þættir á vinnustað geta framkallað astmaeinkenni og þeim má skipta í nokkra flokka:

  • ofnæmistengda þætti s.s. frjókorn, ryk, dýrahár, myglusveppir, skelfiskur o.fl 
  • lífræn eða ólífræn efni sem kallað geta fram astmatilfelli, s.s. ísócýanöt, formaldehýð, nikkel o.fl. 
  • líffræðilega virk efni sem finnast m.a. í vefnaðariðnaði, garðrækt, á svínabúum, í matvælaiðnaði o.s.frv. 
  • slímhúðarertandi efni af ýmsum toga s.s. ózón og nitur-lofttegundir.

Astmasjúklingar hafa viðkvæmari lungnaberkjur en aðrir og því geta hinir ýmsu þættir á vinnustað framkallað einkenni hjá þeim. Ýmsar lofttegundir, klór, ammoníak, reykur og ryk eru allt slíkir þættir.
Það eru vissulega störf sem geta talist sérstök áhættustörf í þessu tilliti en hér verða einungis nokkur slík nefnd: Störf við logsuðu, á rakara- og hárgreiðslustofum, bakarastörf, störf í landbúnaði og fiskvinnslu, einkum skelfiskvinnslu og ýmis störf í matvæla- og efnaiðnaði.

Teljir þú að einhverjir þættir tengdir starfi þínu geri astmann verri skalt þú ráðfæra þig við lækni.

Sjúkrasaga er mikilvæg við að greina starfstengdan astma. Reyndu að halda dagbók yfir störf og efni sem þú umgengst, það getur hjálpað til við að finna orsakavaldinn.

Fylgstu einkum með eftirfarandi atriðum: 

  • er mikið ryk eða ertandi lofttegundir á vinnustað?
  • reykir þú eða vinnufélagar þínir?
  • hefur þú áður haft ofnæmi fyrir einhverju?
  • hvenær fannst þú fyrst fyrir einkennunum?
  • koma einkennin fram daglega eða sjaldnar?
  • ertu verri í lok vinnuviku en í upphafi hennar?
  • eru einkennin verst að kvöldi eða að morgni?
  • batnar þér um helgar eða í fríum?
  • eru einhverjir aðrir á vinnustaðnum með svipuð einkenni?

Svör við þessum eða líkum spurningum, auk blástursmælinga, geta hjálpað þér og lækninum við að komast að því hvað hrjáir þig og hvort það tengist í raun starfinu.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO