Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Hvernig má greina hvort ég er með astma?

Svo læknar geti sem best greint hvort þú sért með astma er góð sjúkrasaga nauðsynleg: 

  • Er astmi eða ofnæmi í fjölskyldunni?
  • Hvaða einkenni hefur þú?
  • Hve lengi hefur þú haft einkenni?
  • Hóstar þú mikið? 
  • Eru einkennin mest að nóttu eða á öðrum tímum sólarhringsins?
  • Eru einkennin árstíðabundin?
  • Telur þú að einkennin tengist starfi eða umhverfi?
  • Hvaða þættir eru það sem þú tengir helst einkennum?

Þessara og margra fleiri spurninga er hugsanlegt að læknir spyrji þig svo hann geti betur gert sér grein fyrir hvað hrjáir þig. Síðan mun hann eflaust framkvæma skoðun og hlusta á lungun. Oft eru teknar röntgenmyndir af lungum fullorðinna til að útiloka aðra sjúkdóma.

Ein mikilvægasta rannsóknin er að mæla lungnastarfsemi með s.k. blástursprófum. Til að fullvissa sig um að um astma sé að ræða, kann að vera nauðsynlegt að mæla lungnastarfsemi kvölds og morgna á nokkurra daga tímabili svo læknir geti metið sveiflur í lungnastarfseminni. Læknar mæla stundum lungnastarfsemi fyrir og eftir skammt af berkjuvíkkandi lyfjum. Hækki blástursgildi um meira en 15-20% eftir að slík lyf hafa verið tekin, bendir það til þess að um astma sé að ræða.

Einnig er hægt að mæla ertni lungnaberkjanna með s.k. áreitiprófum. Þá er sjúklingur látinn anda að sér efni sem ertir lungun og síðan er lungnapróf framkvæmt. Hafir þú viðkvæm lungu fellur lungnastarfsemi þín við miklu minna áreiti en gerist hjá heilbrigðum. Slík áreitipróf geta einnig gefið vísbendingu um hve erfiður sjúkdómurinn er. 

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO